loading/hleð
(18) Blaðsíða 16 (18) Blaðsíða 16
Ásdís Einarsdóttir. Gengum við í félagið það kvöld og hef ég starfað með því síðan. Fljótlega tóku svo nefndarstörfin við. Mín fyrsta nefnd var jólatrés- nefnd. Þá voru jólaböll barnanna haldin að Garðaholti. Fann ég það strax að þá fyrst kynntist maður konunum, þegar nefndarstörfin hófust, en það er einmitt eitt af markmiðum þess að starfa í félags- skap sem þessurn og ákaflega gef- andi. I varastjórn var ég kosin á aðalfundi í janúar 1986, er Guðný Bjarnar tók við formannssæti af Ásdísi og sat ég í henni næstu fjög- ur árin. í janúar 1990 á aðalfundi tók ég síðan við af Guðnýju sem formaður og gegndi því í eitt ár. Breytingar höfðu verið gerðar á lögum félags- ins í takt við nýja og breytta tíma og skyldu konur nú sitja í formanns- sæti og stjórn í eitt ár í senn í stað tveggja ára áður. Var þetta gert með tilliti til þess hve erfitt var að fá konur til stjórnarstarfa. Á þessum árum áttu sér stað miklar breytingar í félaginu. Um haustið 1989 var íþróttahúsið tekið í notkun og flutti Kvenfélagið þá starfsemi sína af loftinu notalega á Bjarnastöðum yfir í hið nýja, glæsi- lega hús, þar sem okkar beið fram- tíðaraðstaða til fundarhalda sem og öðrum félögum í hreppnum. Fyrsti fundurinn í hinum nýju húsakynnum var haldinn í glugga- salnum, þar sem hátíðarsalurinn uppi var ekki alveg tilbúinn. Held- ur var nú allt með bráðabirgðablæ. Konurnar í kaffinefndinni þurftu að hella upp á könnuna á gólfinu á ganginum og dekka upp þar, því ekkert var eldhúsið ennþá. Gestur fundarins var Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir, kynfræðingur, og leiddi hún okkur í leyndardóma kynfræði karla og kvenna. Sigurður Valur þáverandi sveitarstjóri var rnættur og bauð hann okkur velkomnar á nýja fundarstaðinn um leið og hann færði okkur blóm í vasa í til- efni af þessum tímamótum. En ekki hafði hann langan stans í þessum kvennafans. Það er margs að minnast, þegar ég rifja upp árið, sem ég var for- maður. Sérstaklega var ánægjulegt að geta nú haldið okkar vinsæla þorrablót aftur innan hrepps eftir langt tímabil utan sveitar, þar sem hátíðarsalurinn var nú tilbúinn í janúar 1990 og mættu um 170 manns á blótið. Þröngt var mjög við borðhaldið og komust langtum færri að en vildu og var því Ijóst, að næsta ár yrði blótið haldið í íþrótta- salnum og hefur það verið gert síð- an og tekist vel til. Mikil vinna hef- ur verið lögð í undirbúning og margar fórnfúsar hendur komið þar að. Um vorið færði Kvenfélagið hreppnum að gjöf, eldavél, ör- bylgjuofn og ýmislegt annað, sem vantaði í hið nýja eldhús hússins. Skömmu síðar er nýji leikskólinn var vígður formlega, aflrentum við þar leikföng að gjöf í tilefni af opn- un hans. Á þessum tíma var unnið að hönnun teikningar skrúðgarðsins okkar og voru konur duglegar að safna í sjóðinn sem nefndur var Laufskálasjóður og í framhaldi var stofnuð garðnefnd, sú sem starfar enn í dag. Laufskálasjóðurinn var stofnaður í tilefni af 60 ára afmæli Kvenfélagsins 25. apríl 1986 að Bessastöðum í boði frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, en Guðný Bjarnar var aðalhvatamaður að stofnun hans. Kvöldið áður gengum við konur úr stjórn og varastjórn í hvert hús í hreppnum og seldum hreppsbúum blómvönd um leið og við kynntum átakið. Var okkur hvarvetna vel tekið og prýddu blóm næstum hvert heimili í hreppnum. Afrakstur sölunnar um 26.000 kr. varð síðan stofnfram- lag Laufskálasjóðsins og fjöl- menntu kvenfélagskonur að Bessa- stöðum til að fagna tilefninu. Um vorið 1991 hófust síðan fyrstu framkvæmdir við garðinn, en fyrstu plönturnar voru gróður- settar sumarið þar á eftir. í dag er garðurinn kominn langt á veg með að vera fullmótaður, en eins og allir vita, taka garðyrkjustörfin aldrei enda, sífellt þarf að hlúa að gróðr- inum. Ég tel að kvenfélagskonur geti verið stoltar af þessu átaki og er það ósk mín, að garðurinn megi verða hreppsbúum öllum til yndis- auka um alla framtíð. Starfsemin í svona félagsskap er margvísleg, sífellt er einhver nefndin að störfum allt árið um kring. Ég hef starfað í flestum nefndum og eru þær hver annarri skemmtilegri, en þó fannst mér skemmtinefnd þorrablóts 1989 bera af og höldum við stelpurnar enn hópinn ásamt mökum, en þeir fengu hlutverk líka. Vorferðalögin eru ógleymanleg, 16
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 16
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.