loading/hleð
(24) Blaðsíða 22 (24) Blaðsíða 22
Núverandi og tilvonandi kvenfélagskonur. hreppnum sem sneru að börnum og unglingum. Félagið gaf peninga- gjafir, þá stærstu til sveitarsjóðs kr. 150.000.- til að ýta undir upp- byggingu leiksvæðis fyrir börnin í hreppnum. Lions-hreyfingin í hreppnum var styrkt þegar safnað var vegna vímuvarnarátaksins „Lions quest" bæði 1994 og 1995. Leikskólinn Krakkakot var styrktur með veglegri peningagjöf til að efla fræðslu um umhverfið. Mörgum fleiri góðum málefnum var sýndur stuðningur, sem of langt mál yrði að tíunda hér. Við stjórnarstörfin kynntist ég um leið samvinnu kvenfélaganna innan Kvenfélagasambands Gull- bringu- og Kjósarsýslu (KSGK) og síðar samvinnu allra kvenfélaga- sambandanna innan Kvenfélaga- sambands íslands (KÍ). KSGK held- ur reglulega formannafundi og aðalfund einu sinni á ári. Á þessum fundum eru rædd ýmis mál, en fyrst og fremst ræða fulltrúarnir hver við annan, kynnast, miðla hugmyndum og fá hugmyndir. Þarna kynntist ég mörgum stór- kostlegum konum og hafði af þessu samstarfi ómælda ánægju. Priðja hvert ár heldur KÍ lands- þing og sótti ég eitt slíkt fyrir hönd félagsins í júní 1994. Þar fyrst skynjaði ég hve geysilega mikið starf er unnið innan vébanda KÍ og hversu öflugt það gæti verið. Fram kom að KÍ er næst fjölmennasta fjöldahreyfing á íslandi á eftir Alþýðusambandinu. Þetta þing bar yfirskriftina „Hagur íslenskra heimila", en umræðan snerist ekki um krónur og aura heldur mann- rækt. Umræður fóru fram í hóp- um um ýmsa mikilvæga mála- flokka, s.s. skóla- og uppeldismál, atvinnumál, utanríkismál og um- hverfismál og lagðar fram ályktanir í hverjum málaflokki. Því miður fannst mér þessar umræður ekki kynntar nægilega vel í fjölmiðlum. Síðast liðið ár hef ég verið fulltrúi KÍ í tveimur umræðuhópum á veg- um Umhverfisráðuneytisins, nefnd varðandi iðnþróun og orkumál og nefnd er ræddi ákvæði sem varða öryggi barna í byggingar- og skipu- lagsreglugerðum. Það að KÍ er nú boðið að tilnefna fulltrúa í slíkar nefndir, sýnir að sambandið hefur áunnið sér virðingu í samfélaginu um leið og þetta er trygging fyrir því að rödd kvenfélagskvenna heyrist sem víðast. Nú spannar saga Kvenfélags Bessastaðahrepps sjötíu ár. Ýmis- legt hefur á dagana drifið og sá stórhugur, sem lengst af hefur ríkt meðal félagskvenna og skráður er í fundargerðabókum félagsins, er að- dáunarverður. Ég er ákaflega stolt af því að hafa fengið tækifæri til að starfa í stjórn Kvenfélagsins. Umræðan meðal fólks í þjóðfélag- inu hefur stundum verið fremur neikvæð í garð kvenfélaga og látið í veðri vaka að þau séu „hattadömu- samfélög". Ég er því ósammála. Kvenfélög hafa hingað til lyft mörg- um grettistökum og geta það sann- arlega enn, ef vilji er fyrir hendi. Að mínum dómi eiga kvenfélög að láta sig málin varða og láta rödd sína heyrast sem víðast. Slíkar ópóli- tískar fjöldahreyfingar, þar sem saman leiða hesta sína mörg þús- und húsmæður í landinu, geta áorkað miklu, góðum málum til heilla. Með því að láta rödd sína heyrast varðandi samfélagsmál og um leið viðhalda góðum, gömlum hefðum, fylgja kvenfélögin takti tímans og tryggja með því framtíð sína. Konur eiga ekki að líta á það, að umræður um þjóðfélagsmál á félagsfundum séu fráhrindandi og ópersónulegar. Þvert á móti eiga þær að vera hluti af notalegu sam- neyti félagskvenna, sem fyrst og síðast byggir á gagnkvæmri vin- semd og virðingu. Ég vil óska félagsmönnum öllum til hamingju með sjötíu ára afmælið og óska félaginu allra heilla um ókomna tíð. Magnhildur Gísladóttir, Lambhaga 12. Formaður 1995. Mér varð hugsað til þess, þegar ég sat minn fyrsta félagsfund í Kvenfélagi Bessastaðahrepps, hvað ég hafði alltaf sagt og hugsað hér áður fyrr þegar hún móðir mín var að bjóða mér inngöngu í kvenfélag- ið á Höfn, „Tíbrá" kvenfélagið sem hún gegndi svo lengi formanns- starfi í: „Kvenfélög eru bara fyrir kellingar." 22
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 22
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.