loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára Fátt veit ég mætara en konur í félagsskap. Þar sem kvenþjóðin hefur komið saman til hugsjóna- verka, eins og verið hefur megin markmið kven- félaga á íslandi í meir en hundrað ár, stafar af þeim magnaður styrkur. Saga framkvæmda kvenna í þágu samfélagsins er mikil afrekasaga og er oftar en ella heldur hljótt um. Það var stundum sagt í mínu ungdæmi að ef ekki væri fyrir eldmóð kvenfélaga í sveitum landsins væru sameignir hreppa og sýslna ekki svo myndarlegar sem raun hefur borið vitni. Kvenfélög hafa út um allt land verið fádæma rausnarleg í gjöfum sínum til sameignarmála sem líknarmála. Það er aðal kvenna í kvenfélögum að vera einstakir vinnuþjarkar, ósparar á frítíma sinn og fylgnar sér við að koma hugðarefnum sínum í höfn. Ekki skaðar það heldur að atorkus- amur félagsskapur kvenna er yfirleitt glaðsinna og unir sér vel við gamansemi. Kvenfélagið í hreppnum okkar hefur í 70 ár dafnað við þann framfarahug sem hreppsfélag- inu er mikil sæmd af. Félagslífið stendur með miklum blóma svo hvatning til dáða er að fylgjast með, og varla trúi ég að nokkur Álftnesingur vilji missa af fágæta skemmtilegum dagskrám - annálum sveitarfélagsins - sem kvenfélagskonur flytja af snilli á eldfjörugum þorrablótum sínum. Mér er ljúft að árna Kvenfélagi Bessastaða- hrepps heilla á merku afmælisári. Megi það eflast og vaxa eins og Laufskálalundurinn þess góði, mönnum til gleði og yndisauka á nesinu fagra. 1
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.