loading/hleð
(33) Blaðsíða 31 (33) Blaðsíða 31
Richelieu. Eftir töluvert umstang voru allar komnar upp á herbergi, skórnir fuku af og síðan var að opna gluggana, en þá blasti nokkuð skemmtilegt við. Konur úr Kvenfé- lagi Bessastaðahrepps í öllum gluggum á þrjá vegu, uppi og niðri, hingað og þangað. Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður alls hópsins. Á tilsett- um tíma örkuðum við uppstroknar á veitingastaðinn „Taverne Kron- enbourg" Voru konur ekki ánægðar með mat og drykk? ... Jæja, þetta var nú bara upphafið. Aldrei látum við kvenfélagskon- ur það á okkur sannast, að góð- gerðarstarfsemi sé ekki með í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við lentum inni á „bleika barnum". Við vorum einu kúnnarnir og teljum okkur hafa bjargað rekstri þess staðar til næstu áramóta a.m.k. Næsta dag skyldi farið í skoðun- arferð með rútu og merkustu staðir Parísar skoðaðir. í hádeginu var það Eiffelturninn. „Við förum auð- vitað allar upp í topp." - Pað heyrðist sagt meðan „alvöru lang- lokur" voru snæddar í Eiffel: „Ég hefði látið mig hafa það að fara á efstu hæð, en ósköp er ég fegin að það skyldi vera lokað" Við gengum síðan upp á Mont- martre. Nokkrar létu mála af sér mynd. Einni konu var sagt að hún hefði augu eins og Mona Lisa, en mágkona hennar var fljót að kippa henni niður á jörðina og sagði að málarinn hefði sagt þetta við allar konur, sem hann talaði við, hún hefði víst heyrt það. Dagur var að kvöldi kominn og hópur fór í Rauðu mylluna, en aðr- ar fóru á eigin vegum að líta á næturlífið í Parísarborg. Næsta dag var m.a. farið í búðir og siglingu á Signu, en að henni lokinni skyldi sendiherra íslands í París heimsóttur og neðanjarðar- lestir Parísar þjónuðu sem farar- tæki. Sú lestarferð gleymist víst seint, þegar hópurinn stóð allt í einu á endastöðinni - sitt hvoru megin við brautarteinana - og ekki lá ljóst fyrir hvor helmingurinn var „vitlausu megin" Hvað gerist nú? „Við ráðumst - í gegnum - næstu lest sem kemur." Og það gerðum við og líklega hefur annar eins 31
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (33) Blaðsíða 31
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/33

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.