loading/hleð
(36) Blaðsíða 34 (36) Blaðsíða 34
Gjörið svo vel. Á sviði. Baksviðs. Þorrablótin Þegar rætt er við konur í Kven- félagi Bessastaðahrepps, líður aldrei á löngu áður en þorrablótin ber á góma, og því þótti okkur rétt að rekja hér aðeins sögu og þróun þeirra gegnum árin, þar sem þorra- blótið hefur ætíð verið hápunktur á hverju starfsári félagsins. Fyrsta þorrablót Kvenfélagsins var haldið 1947. Það var haldið í barnaskólanum á Bjarnastöðum. Þar voru tvær kennslustofur og var hægt að opna á milli þeirra þannig að þar varð þá einn salur. Á þess- um þorrablótum var maturinn lagð- ur á eitt langborð og háborð var haft við endann. Öll heimili komu þá með sitt eigið trog með heimatil- búnum þorramat og voru ekki önn- ur áhöld notuð til þess að borða með, en vasahnífur. Það hefur alltaf verið einkenni á þorrablótum Kvenfélagsins, hve vel þau hafa verið sótt af hrepps- búum, og þar kom að, að kennslu- stofurnar tvær að Bjarnastöðum urðu of litlar fyrir hópinn. Þá var afráðið að leigja samkomuhúsið að Garðaholti. Ekki þótti þá lengur við hæfi að láta hvert heimili koma með sinn mat í trogum og var ákveðið, að kvenfélagskonur þær sem gáfu kost á sér í matarnefnd myndu út- búa sjálfar allan matinn. Súrmatur var þó keyptur, en hins vegar suðu konur hangikjöt og svið og út- bjuggu sviðasultu. Þær suðu rófur og kartöflur og bjuggu til rófu- stöppu og uppstúf. Þær bökuðu líka flatkökur og laufabrauð. Þess- ari vinnu dreifðu þær niður á heimilin, sem mörg hver breyttust í matargerðarhús og má nærri geta að mikið hefur verið um að vera í hreppnum og þær sem einhvern tímann lentu í matarnefnd gleyrna aldrei stemmingunni í kringum undirbúninginn við þorrablótin sem haldin voru með þessu sniði. Það voru jafnvel dæmi um það, að konur gæfu kost á sér í matar- nefnd, þó þær færu sjálfar ekki á þorrablót. Árið 1974 vorum við búin að sprengja utan af okkur Garðaholt. Þær reglur giltu í húsinu, að aðeins máttu vera þar inni 120 manns og var því vel fylgt eftir þannig að 34
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (36) Blaðsíða 34
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/36

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.