loading/hleð
(37) Blaðsíða 35 (37) Blaðsíða 35
stundum varð óánægja meðal hreppsbúa, þegar nokkrir sem vildu, komust ekki með á þorra- blótin. F>á var farið með þau í stærra húsnæði inni í bæ og lagðist þá að mestu af matartilbúningurinn í heimahúsum kvennanna, nema þær héldu áfram að baka laufa- brauð til þess að hafa með þorra- matnum. Margir sakna þessa undirbúnings því að samheldnin var mikil og stemmingin góð í kringum hann. Sumir gáfu kartöflurnar aðrir rófurnar, sem ræktaðar voru í eigin garði, einn gerði þetta og annar hitt og þannig lögðu allir eitthvað af mörkum. Hreppsbúar voru aldrei ánægðir með að þurfa að hafa þorrablótin inni í bæ, aðsóknin var á tímabili jafnvel farin að minnka. Pað vakti því mikla eftirvæntingu, þegar íþróttahúsið var í byggingu, að þar kæmi hátíðarsalur sem rúmaði mannskapinn. En samt fór svo, að á fyrsta þorrablótinu, sem haldið var í hátíðarsalnum árið 1990 var salurinn strax orðinn of lítill, aðeins komust þar að 170 manns, sem skapaði mikla óánægju og nú voru góð ráð dýr. Á næsta ári var tekið til bragðs að breyta íþróttasalnum í hátíðarsal og á hverju ári síðan höfum við undrast það stór- virki, sem félagskonur vinna með hjálp Lionsmanna og starfsmanna íþróttahússins, er íþróttasalurinn breytist á einni nóttu í glæsilegan hátíðarsal. Þetta er vissulega mikil vinna, en stemmingin er líka góð þegar allir leggjast á eitt, og kemur e.t.v. að einhverju leyti í staðinn fyrir gömlu stemminguna, sem var í kringum matartilbúninginn forðum. Á hverju hausti eru nú kosnar tvær nefndir fyrir þorrablót, fram- kvæmdanefnd þorrablóts 8-9 konur og skemmtinefnd þar sem eru 6 konur. Þessar nefndir bera uppi þorrablótin. Framkvæmda- nefnd hefur með höndum allan undirbúning sem lýtur að skemmt- uninni, s.s. panta mat, hljómsveit, leggja á borð og skreyta salinn, sem sagt allt, að undanskildum skemmtiatriðum, sem eru alfarið í höndum skemmtinefndar og gam- an er að segja frá því, að afar sjald- an hafa verið keyptir skemmtikraft- ar, en heimatilbúin skemmtiatriði höfð, sem hreppsbúum finnst að Þjóðbúningur. Forsöngvarar. Skálasystur. 35
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (37) Blaðsíða 35
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/37

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.