loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
r Fylgt úr hlaði Kvenfélag Bessastaðahrepps er sjötíu ára 25. apríl 1996. Á slík- um tímamótum hefur komið í Ijós, að félagskonum finnst að ekkert megi til spara og að hvergi sé nóg gert til þess að halda upp á afmælið á hinn veglegasta hátt, og sýnir það glögglega hinn góða hug sem þær bera til félagsins. Af þessum sökum lítur nú þetta afmælisrit dagsins Ijós. Hér birtist saga félagsins í máli og myndum og frásögnum fyrrverandi for- manna, auk annarra heimildar- manna, sem segja sögu þess. Kvenfélög á íslandi er merkur þátt- ur í þjóðlífinu og hafa þau á sinn hljóðláta hátt stuðlað að meiri framförum, og uppbyggingu, hvert á sínum stað, en flestir gera sér grein fyrir, jafnframt því að vera félagslegur bakhjarl við ýmis tilefni. Sá félagsandi sem ríkt hefur í Kvenfélagi Bessastaðahrepps frá upphafi hefur ætíð mótast afþeirri hugsun, að konur gengju í félagið til þess að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, kynnast öðrutn konum, læra og þroskast af því sem félagskapurinn hefur upp á að bjóða og hafa síðan sjálfar ánægju af öllu saman. Þetta er sá félags- andi sem vert er að varðveita og ég trúi að muni lifa áfram þrátt fyrir breyttar þjóðfélagsaðstæður. Sjötíu ár er talsverður tími í sögu félags og hollt að staldra við og líta til baka, en bara stutta stund, til að læra af reynslu hinna eldri, en bretta síðan upp ermar og halda ótrauðar áfram starfinu sem hófst fyrsta sunnudag í sutnri árið 1926. Guð blessi Kvenfélag Bessa- staðahrepps um ókomin ár. Fyrir hönd Kvenfélags Bessa- staðahrepps: Kærar þakkir, ritnefnd, fyrir mikið starf að undirbúningi þessa blaðs, og kærar þakkir, allir, sem á einhvern hátt hafa lagt hér hönd á plóg. Margrét Eggertsdóttir, formaður Frá ritnefnd Blað þetta er gefið út af Kvenfélagi Bessastaðahrepps í tilefni af sjötíu ára afmæli félagsins. Þegar ritnefndin kom saman, á sinn fyrsta fund í ágúst síðastliðnum, vorum við með miklar vangaveltur yfir því, hvernig best væri að snúa sér að því verkefni, sem okkur var trúað fyrir. Engin okkar hafði komið nálægt blaðaútgáfu áður, en við höfðum allar verið í stjórn og starfað lengi fyrir félagið. Við vorum sammála um það, að Kvenfélagið okkar þyrfti að fá veg- legan búning í blaði vegna afmælisins. Efnið var til frá fyrstu tíð í fundargerðabókum og gjaldkerabókum, vandinn var að koma þessu saman svo vel færi. En hvað vorum við að vandræðast, við vorum ekki einar. „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman." Sú ákvörðun var tekin að skrifa öllum formönnum, er voru hérna megin grafar, og fá umsögn þeirra í stuttri samantekt, um starfið í þeirra tíð. Þetta tókst með ágætum. Allir formenn svöruðu og gerðu sínum málum góð skil. Síðan var myndum af heiðursfélögum og mökum þeirra safnað saman, ennfremur af elstu félagskonum og mökum þeirra. Eiginmenn okkar hafa í gegnum árin stutt félagið okkar með ýmsu móti og við höfum kunnað að meta það. Myndasafn félagsins er orðið mikið að vöxtum og vandi að velja í blaðið. Því miður var ekki mikið tekið af myndum hér áður og fyrr og myndavélar ekki eins góðar og nú. Allt er að breytast og allt til góðs, eins og sjá má af sögu Kvenfélagsins okkar í sjötíu ár. Ritnefndin þakkar öllum er lagt hafa til efni í búning afmælisbarnsins sjötíu ára. Heill og hamingja fylgi því og byggðarlagi okkar um langa framtíð. Ritnefnd skipa: Margrét Sveinsdóttir, María Sveinsdóttir og Sæbjörg Einarsdóttir Margrét Sveinsdóttir María Sveinsdóttir Sæbjörg Einarsdóttir 3
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.