(8) Blaðsíða 6
Hjónin Margrét Sveinsdóttir og Sveinbjörn Klemenzson (d. 1977).
Margrét Sveinsdóttir,
Sólbarði.
Formaður 1947-1963
og 1970-1973.
Heiðursfélagi.
Þankabrot úr æviskeiði Kvenfélags
Bessastaðahrepps, sem ekki hafa þegar
komið fram í þessu blaði.
Fæðing Kvenfélagsins fór fram á
Bessastöðum, fyrsta sunnudag í
sumri, 25. apríl 1926. Ljósmóðirvar
Halldóra Bjarnadóttir, sú mikla
hugsjónakona. Elín Vigfúsdóttir
annaðist það fyrstu þrjú árin, ásamt
hinum bjartsýnu stofnendum, sem
unnu með henni.
Pær voru:
Sigurbjört Halldórsdóttir,
Kirkjubrú,
Auðbjörg Jónsdóttir,
Arnakoti,
Steinhildur Sigurðardóttir,
Landakoti,
Guðný Þorsteinsdóttir,
Hákoti,
Hrefna Ólafsdóttir,
Eyvindarstöðum,
Ólína Ólafsdóttir,
Brekku.
Sem sagt 7 félagskonur. Sú tala
helst til 1930, þá fækkaði um tvær
og rokkar á milli 6 - 7 - 8 á kreppu-
árunum. Árið 1939 teljast þær 15.
Árið 1944 eru þær 19. Sú tala er
ýmist einni fleiri eða færri til 1973,
þá eru þær 34, og 54 árið 1978. Úr
því fer þeim að fjölga ört og voru á
síðasta ári 130.
Ég fluttist á Álftanesið ásamt
eiginmanni og frumburði, haustið
1941. Vopnaðir Bretar og bragga-
hverfi blöstu við, vítt og breitt um
Nesið. Það geisaði stríð. Þetta voru
tímar óróa og öryggisleysis, en mér
fannst Álftnesingar taka þessu með
stóískri ró. Það tók mig nokkurn
tíma að venjast þessum nýju stað-
háttum, ég kaupstaðarbarnið sem
aldrei hafði verið í sveit.
Að sjálfsögðu var mér sagt frá
Kvenfélaginu. Tengdaforeldrar
mínir töldu mig á að ganga í það.
Úr því varð þó ekki fyrr en 1944.
Mér fannst fundirnir og starfið
skemmtilegt og konurnar ákaflega
duglegar í störfum fyrir félagið. Allt
var frumstætt og engin þægindi.
Fundir voru haldnir að deginum á
heimilum félagskvenna, til skiptis
til ársins 1957. Eftir það voru þeir
haldnir að kveldinu á skólaloftinu
að Bjarnastöðum, þar til 1989, að
flutt var í nýja félagsheimilið. Það
var mikill fengur fyrir félagið.
Ingibjörg Jónsdóttir, Sveinskoti,
var formaður fyrstu þrjú árin
mín. Hún var greind og traust
kona. Eiginmaður henar var Bertel
Andrésson, stýrimaður og skip-
herra á Fossunum. Pau fluttu til
Reykjavíkur 1946. Þetta voru mikil
öðlingshjón, sem sýndu félaginu
tryggð og vináttu eftir að þau fluttu
af Nesinu, með gjöfum og fleiru.
Pegar Ingibjörg var að undirbúa
sinn síðasta aðalfund, kom hún að
máli við mig og spurði, hvort hún
mætti ekki stinga upp á mér sem
formanni, því nú yrði hún að
hætta. Mér fannst þetta hlægilegt.
Ég var nú aðeins 29 ára og fannst að
eldri og virðulegar konur þyrftu að
gegna því hlutverki. En allt kom
fyrir ekki. Hún fór með jáyrði mitt.
Á aðalfundi 1947 var ég kosin for-
maður. Ég forðaðist að láta
æskuvinkonu mína norðan heiða
vita af þessu. En þegar hún frétti
það, skrifaði hún mér og spurði:
„Ertu í kvenfélagi? ertu formaður,
ertu orðin svona mikil kerling?
Svona var hugsanagangurinn í þá
daga. Eldri konur áttu aðeins að
vera í kvenfélögum að mati þeirra
yngri. En þær voru frjálslyndari á
Álftanesinu í þá daga og eru enn.
Þegar ég gekk í Kvenfélagið, gekk
önnur kona í það sem er tíu árum
yngri en ég. Meiripartur kven-
félagskvenna hér nú eru ungar og
hressar og vekur það athygli. Ég
var lengur formaður en ég ætlaði
mér í upphafi, en svona fór það.
Þegar ég hugsa til baka til allra
þessara ára, koma að mestu Ijúfar
minningar upp í hugann.
Því er ekki að leyna, að okkur var
markaður þröngur bás hér fyrr á
árum, hvað húsnæði og fleira
snerti. Þetta hefti störf félagsins
mikið allt frá stofnun þess. Árið
1934 lagði formaður fram teikningu
af samkomuhúsi að stærð: Br.12
álnir, lengd 20 álnir. Kostnaður
áætlaður kr. 5.200. Hún var
sjálffeld, hún þótti of dýr. Kreppu-
árunum fylgdi mikil fátækt. í gjald-
kerabók kemur fram, að félagið
styrkti fátæka í hreppnum mikið á
þessum árum. í minni formannstíð
var safnað í byggingarsjóð og teikn-
ingar gerðar. Þá kom bann á ný-
byggingar vegna væntanlegs flug-
vallar.
Mörg ljón voru á veginum, en
Kvenfélagið hélt velli, þrátt fyrir
þrengingar. Kóngur vill sigla, en
byr verður að ráða. Við fórum eftir
því. Góður andi og samheldni ríkti
í félaginu. Eini samkomustaðurinn
var Barnaskólinn að Bjarnastöðum,
það hús var byggt 1914. En ber er
hver að baki, nema sér bróður eigi.
Nágrannafélag okkar, Kvenfélag
Garðahrepps, eins og það hét þá
var stofnað 1953, og hafði komið
6
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald