loading/hleð
(2) Blaðsíða 2 (2) Blaðsíða 2
9 allar sundurleitar falskar kenningar, af því raenn sinna ei hinum ypparsta presti guðs og afþví menn hugsa ei ura, í nærverandi tíraum, að í kirkjunni er að eins einn prestur og einn dómari«. í>að er ekki hægt að útskýra lærdóma katólsku trú- arinnar með Ijósari orðum en hjer er gjört, og liin tómu mótmæli sjera SigurSar geta ei hrundið sannleika sög- unnar. Krists kirkja er ein, og miðpunkturinn í henni er að eins einn, sumsje St. Pjeturs-stóll, og sjera Sig- urður er fyrir utan hann; en hvort þetta verði reiknað honum til syndar eða ei, ætla jeg ekki um dæma. Hann svnir að minnsta kosti enga hlýðni við guðs ypparsta prest, þann eina prest og þann eina dómara, er enn þá þann dag í dag situr á St. Pjeturs-slóli. Hinn seinasti rithöfundur, er jeg í þetta sinn vil til- færa, er Tertullianus í Afríku, sem í bók hans um skýr- lífi (de Pudicitia) kap. 1. segir: »Jeg heyri sagt að hinn ypparsti biskup (eða biskupanna biskup) hafi látið boð út ganga«, og af þessu má sjá, að Áfríka var ei síður en Asía og Norðurálfan undirgefm yfirvaldi páfans, og þetta hefur alia tíma verið viðurkennt. Sjera Sigurður svarar hjer á móti, að þetta var ekki viðurkennt frá allri eilífð; en ef jeg segði að sjera Sigurður hefði allt af verið mót- stöðumaður gegn St. Pjeturs stóli og hinni yppurstu kirkju, ætli að nokkur tryði því, að hann hefði verið það frá allri eilífð? Mjer hefur þótt heldur skrítið að lesa svar sjera Sig- urðar um »patriarcliana« í Alexandríu, Antiochíu, Con- stantinopel og Jerusalem, er hann heldur að hafi haft sama vald á hinum fyrstu öldum, sem patriarchinn eða St. Pjeturs eptirmaðtir í Róm. Á dögum St. Irenaeusar og Cypríanusar var staður sá, er síðan kallaðist Constan- tinopel, nefndurByzantium, og bjó þar að eins einn bisk- up. Seinna meir þegar nafni borgar þessarar var breytt, var stungið upp á að setja þar »Patriarcha«, og það var fyrst eptir kirkjufundinn t »ChaIcedon 451, að Anatolius biskup í Constantinopel vogaði að beiðast þess, að kirkj- an í Constantinopel gæti náð annari tröppu í álili. J>etta mætti sarnt mótspyrnu hjá páfa Leo hinttm mikla, því hann sagði að kirkjufundurinn í Nicæa árið 325 hefði tekið aðra tröppu (2. Rang) fyrir Alexandriu, og að Ántio- chia væri 3. í röðinni. J>etta held jeg sje nú nóg til að sýna jöfnuðinn milli hinna fjögra patriarcha, er hjer um ræðir. Hvað einlífi klerka viðvíkur, þá eru það viðtektir kat- ólsku kirkjúnnar, en heyrir ekki undir hennar Iærdómssetn- ingar (Dogmata); katólska kirkjan getur því fallizt á, að prestar skuli giptast þegar Protestantar eru búnir að sanna að þetta sje slcylda presta; en í 4. Mósisbók kap. 30. v. 3. stendur: »þegar maður ltefur lofað guði að hann skuli gjöra eitthvað, eða með eiði skuldbindur sig til að halda bindindi, má hann ekki bregða orö sitt, heldur gjura það allt eins og það fram gekk af hans munni«. Sje það meining sjera Sigurðar, að St. Páll postuli ltafi slcipað öllum kennimönnum að giptast, hvers vegna var hann þá sjáifur ógiptur? hví voru postularnir og þeir Titus og Timoteus, til hverra hann skrifaði, ogsvo ókvongaðir? St. Pjetur var kvongaður, en hann yfirgaf allt — og konuna líka, fyrir Jesú Krists sakir. Tertullian segir: «Kristur ókvongaður og hin heilaga jómfrú Maria hafa gefið ljóst dæmi upp á slcírlífið; postularnir voru annaðhvort ó- kvongaðir eða yfirgáfu konttr sínar. En sjera Sigurður játar að sönnu, að St. Páll hafi ráðið öllum til að vera ókvonguðum, prestunum meðtöldum, undir vissum kring- umstæðtim, og sjera Sigurður kemst þannig í mótsögn við sjálfan sig, því á öðrum stað segir hann að St. Páll hafi skipað öllum kennimönnttm að kvongast; samt sem áður vill hann breiða yfir það með því, að einlífið sje að eins ráðlegt undir sjerstaklegum kringumstæðum. í Ko- rint.br. kap. 7. v. 32.—33. segir þó sami St. Páll: »hinn ókvænti hyggttr að drottins vilja, hvernig hann rnegi drottni þóknast — en hinn, sem kvæntur er, ber áhyggju fyrir því veraldlega, hvernig hann megi konunni þókn- ast«a. Samkvæmt þessu lesum vjer í St. Jóhannesar opinberunarbók kap. 14. v. 3.—4., að »vors herra Jesú Kristí dýrð sýnir sig með fylgd margra þúsunda ósaurg- aðra manna«, og enginn gat nttmið sönginn nema þær httndrað fjörutíu og fjórar þúsundir, sem leystar eru frá jörðunni; þessir eru þeir sem ekki hafa saurgað sig með konum, því þeir hafa varðveitt sitt skírlífi1 2; þeir fylgja lambinu hvert sem það fer, og hafa verið leystir frá mönnunum, frumgróði guðs og lambsins«. þetta skírlífi er nú það, eptir hverju guðsorðsþjen- arar sækja hjá katólskum, og þeir gjöra það með fríum vilja. Jeg vona því þrátt fyrir ráðleggingar sjera Sigurð- ar, að lterra Baudoin muni eigi brjóta sitt skírlífisloforð, og sízt mun hann að dæmi Lúters finna upp á því, að vilja kvongast helgaðri nunnu. Eg vona að herra Bau- doin kjósi heldur að líkjast Kristi, Maríu guðs móðir, St. Jóhannesi skýrara, Jóhannesi postula og öllum öðrum postulum og helgum mönnum, sem í andanna ríki syngja guði og lambinu lof og dýrð og eru frumgróði guðs og vors drottins og herra Jesú Krists. Með virðingu Ilerman Biéknell læknir í 84. Regimenti. 1) Margar úlgáfur eins og Vnlgata bæta lijer vit), ,,og er því tvískiptnr" »xaí (J.ep.ép(,ffTat« „atque divisus est“. En þessu er sleppt í biflíuútleggingunni íslenzku. 2) Virgixies enim sunt — TCap'ð'svct yap Sl’tKV. Eptir beiðni vinar míns, Bicknells hef jeg látið prenta ritgjörð þessa. Jón Hjaltalín. Lbs - Hbs / Þjóðdeild 100702728-7 KeykjaTÍk 18H2. Einar þórbarsoii. «


Rómaborg, hyrningarsteinn kristninnar, og miðpunktur allrar einingar í þeirri kristilegu trú

Ár
1862
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
2


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Rómaborg, hyrningarsteinn kristninnar, og miðpunktur allrar einingar í þeirri kristilegu trú
https://baekur.is/bok/e4fe5560-5736-4716-9d5f-78626ae9fe82

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða 2
https://baekur.is/bok/e4fe5560-5736-4716-9d5f-78626ae9fe82/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.