loading/hleð
(15) Blaðsíða 13 (15) Blaðsíða 13
mið og málararnir eru margir. Raunsæi flórentínsku málaranna á 15. ölcl var gagnólíkt raunsæi hollenzku málaranna á 17. öld eða frönsku og amerísku málaranna á 19. öld. Það eitt er sameiginlegt með þeim, að þeir höfðu allir áhuga fyrir sjálfum hlutunum, sem þeir máluðu, en tjáning þeirra á því, sem þeir sáu, var með mis- munandi hætti, eftir umhverfi þeirra, tæknilegri þekkingu og venju, og, fremur öllu öðru, eftir eðli þeirra sjálfra. Málverk eins og „Hvít skip“ eftir John Singer Sargent má telja til raunsæisstefnunnar, en það felur í sér allt aðra tegund raunsæis en verk Homers og Eakins. Hér er ekki gerð tilraun til að líkja nákvæmlega eftir skipunum, heldur að bregða upp augnabliks- mynd. Augað greinir ekki að jafnaði í sundur allt, sem fyrir það ber í einni svipan, það sér ekki nákvæma mynd, það gerir sér ekki grein fyrir hverjum drætti. Ef við lítum í einni svipan yfir höfn- ina, þar sem allt er á iði, verður sú mynd, sem auganu mætir, ein- mitt eins og hér er sýnt — ógreinileg meðvitund um skip og segl og siglutré og kaðla, og allt ef til vill tengt saman í eina lieild af sólar- birtunni, sem um það leikur, og af fleti hafs og liimins, er lykur um það. Sargent, sem dvaldi meiri hluta ævi sinnar í Evrópu, gaf sig aðal- lega við því að mála mannamyndir, og var sann-nefndur tízku- málari, ef til vill hinn snjallasti í þeim flokki á þeini tíma. En þó að við fáum ef til vill leiða á stílfærðum málverkum hans af liefð- arfólki, vegna yfirborðsmennskunnar og þeirrar leikni í fágun, sem þar keniur fram, þá getum við aldrei þreytzt á vatnslitamyndum hans, þær eru gerðar af glæsilegum liagleik, og þær málaði hann sjálfum sér til ánægju en ekki fyrir heimtufrekan auðkýfing. Þess- ar vatnslitamyndir Sargents liafa hressilegan blæ, bregða upp skýr- um augnabliksmyndum, og teljast til þess bezta af þessari tegund málverka á síðari tímum. AMERÍSK NÚTlMALlST Tilraunir með impressjónisma bárust að vísu til Bandaríkjanna með mönnum eins og Whistler og Sargent og höfðu þar nokkur álirif. En um þetta leyti átti sér einnig stað sterk þjóðernisvakning í Bandaríkjunum, og ýmsir amerísku málaranna gáfu sig markvisst að því, að gefa sem skýrasta mynd af landi sínu og þjóðháttum. Málarar, svo sem Robert Henri, Jolin Sloan, Georg Luks og George Bellows, mynduðu samtölc um stofnun og eflingu þjóðlegrar lista- stefnu. Það er ekki svo að skilja, að þeir hafi reynt að bægja frá sér evrópskum áhrifum eða forðast nýjar leiðir. Þeir gáfu sig aðeins að því að mála það, sem þeir þekktu bezt, það umliverfi, sem þeir bjuggu í. Málverk Johns Sloan, „Kjölfar ferjubátsins“, tjáir heim- þrá málarans, þegar hann hugsar til New York borgar eins og hún 13
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Málverkasýning

Ár
1944
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
https://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 13
https://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.