loading/hleð
(25) Blaðsíða 23 (25) Blaðsíða 23
inni, þar sem hann bjó í kofa við hafið. Þar dvaldist Homer það, sem eftir var ævi sinnar, nema hvað hann fór í stutt ferðalög, og þar málaði hann mörg olíumálverk sín og vatnslitamyndir, sem hann á núverandi frægð sína að þakka. „Sigling“ Safn: Philadelphia Museum of Art THOMAS EAKINS 1844—1916 Tliomas Eakins er fæddur í l’hiladelphia, og þar eru flest málverk hans máluð. Hann var við listaháskólann í Pennsylvania jafnframt því sem hann lagði stund á að kynna sér líkamsbyggingu mannsins í læknadeikl Jefferson-háskólans. 1866 fluttist hann úr landi. Hann var lærisveinn Jean Leon Gerome í París í tvö ár og var stuttail tíina undir liandleiðslu Bonnat og myndhöggvarans Dumont, þá fór hann til Spánar og lagði aðallega stund á að athuga verk og málara- tækni meistarans Yelasques. 1870 snéri hann aftur til Philadelphia. Hann gerðist kennari við listaháskólann í Pennsylvania en hélt þó áfram á listabraut sinni. Hann málaði Ameríku þess tíina, sem hann lifði á, heimilislífið, íþróttir og hið hversdagslega umhverfi. Hann vann með alvöru að list sinni, og þar eð hann var lítill samkvæmismaður, þá forðaðist hann það fólk, sent hefði getað stutt hann fjárhagslega, hann kaus Iieldur að umgangast íþróttamenn og atvinnuhnefaleik- ara, sem hann notaði sein fyrirmyndir. „Þeir, sem á hafinu strita“ Safn: Addison Gallery of American Art, Andover ALBERT PINKHAM RYDER 1847—1917 Alhert Pinkham Ryder fæddist í New Bedford í Massaehusetts, er borgin var enn mesta hvalveiðihöfn heimsins. Það er mjög eðlilegt, að Ryder, sem alinn er upp á hrörnunartíinabili sjósóknar Nýja Englands, málaði ekki haf sjómanns- ins, heldur hið dimma og dularfulla haf skáldsins. Það varð enginn á vegi liyders, sem gat kennt lionuni aðferðir þær, sem hann langaði til þess að læra. Hann varð því að uppgötva þær sjálfur. í næstuni 50 ár lifði hann einsetumanns- lífi, nema hvað hann fór tvisvar sinnum snögga ferð til Evrópu. Haun hafði lítinn áhuga á því, sem fram fór í heiminum og kærði sig kollóttan um peninga, hann var vanur að komast svo að' orði: „Listamaður þarfnast aðeins húsaskjóls, brauðskorpu og myndatrönu, Guð mun sjá honuni fyrir öllu öðru“. Ryder sendi ávallt myndir á sýningar „The National Aeademy of Design“ og málverk hans voru höfð í hávegum á Armory-sýningunum, því að bæði hinir háðu og óháðu listamenn gátu metið liina ímyndunarmiklu rómantik Ryders, sem skipaði honuin á bekk með „gömlu meisturum“ í Ameríku. Ryder var málari draumóranna. Hann liafði jafn glögga tilfinningu fyrir liinu markverðasta og athyglisverðasta í lögun hlutanna, eins og færasti kubisti. Hann kunni að draga fram einfeldni í landslagsmyndum og gat þó notað sér skekkingu og skælingu til þess að gera áhrif málverka sinna sterkari. „Hvítu skipin“ Safn: Brooklyn Museum JOHN SINGER SARGENT 1836—1925 John Singer Sargent fæddist í Florens á Italíu, en foreldrar hans voru amerísk. Móðir hans, sem málaði sér til gamans, var fyrsti kennari hans, en málaragáfa hans kom fljótt í ljós. Sargent-fjölskyldan ferðaðist um Evrópu, og drengurinn naut frekari kennslu í Þýzkalandi, á Ítalíu og Frakldandi. Hann gerðist læri- sveinn Calorus-Duran í París. Sargent málaði margar myndir í París við góðan orðstír, þar til árið 1884, er liann sýndi myndina Madame X, sem vakti svo mikla þrætu, að taka varð hana af sýningunni. Er hér var komið, yfirgaf Sargent París og fluttist til London, og síðan fór hann margar ferðir fram og aftur um Atlantshafið. Um 1900 tók Sargent að stunda veggskreytingarlist í Boston, og starfaði við það næstuni óslitið í 25 ár. Fékkst hann lítið við máln- 23
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Málverkasýning

Ár
1944
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
https://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 23
https://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.