loading/hleð
(32) Page 30 (32) Page 30
Lahey, Todros Geller. Olíumálverk, vatnslitamyndir og koparstungur eftir Bohrod eru í söfnum í New York, Ghicago og Illinois. Veggskreytingar eftir hann eru einnig í mörgum pósthúsum í Illinois. „Almvi&ur í september“ LánaS aj W'hitney Museum of American Art CHARLES BURCHFIELD 1893— Gharles Burchfield er fæddur í Ashtabula Harhor, Ohio. Hann var við nám í Cleveland listaskólanum. Málverk eftir hann eru í mörgum söfnum í Bandaríkj- unum, þar á meðal Brooklyn Museurn of Art, Metropolitan Museum of Art, New York og Museum of Fine Arts, Boston. „HœSasvœði í Pittsburgh“ Lánaö af Ferargil Galleries CLARENCE CARTER 1904— Clarence Carter er fæddur í Portsmouth í Ohio. Iiann er málari, myndskeri og kennari. Hann er aðstoöar-prófessor við málaralistar- og teiknideild Carnegie Institute of Technology. Verk eftir hann eru í ýmsum söfnum í Bandaríkjunum. þar á meðal Cleveland Museum of Art; Brooklyn Institute of Arts and Seiences; Dudley Peter Allen Memorial Art Museum og Toledo Museum of Art. „Benzíndwlan“ LánaS af Henry Schnakenberg STUART DAVIS 1894— Stuart Davis er fæddur í Philadelphíu. Hann var lærisveinn Roberts Henri og er kunnur málari, blaða- og bókateiknari, steinprentari og kennari. Verk eftir hann eru í Harrison Gallery, Los Angeles Museum; Pennsylvania Academy of Fine Arts, Minneapolis Institute of Art og öðrurn söfnurn í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig gert veggmyndir í mörgum opinberurii byggingum og hefur ritað greinar, sem hirzt hafa í tímaritunum „Art Front“ og „Magazine of Art“. „Vetrardagur í Key W est“ LánaS af Associated American Artists Galleries ADOLF DEHN 1895— Adolf Dehn er málari og steinprentari. Hann stundaði nám við Minnesota Art School og Art Student’s League í New York. Verk eftir hann eru í Metro- politan Museum of Art, New York, Addison Gallery of Ameriean Art í Andover, Massachusetts, Seattle Art Museum, Milwaukee Art Institute, Oslo- safninu í Noregi, British Museum í London, Alhertina-safninu í Vín, Honolulu Academy of Fine Arts og fjölda mörgum öðrum söfnum. „Blóm“ LánaS af W hitney Museum of American Art CHARLES DEMUTH 1883— Demuth er stílisti með öruggan smekk, hreinskilinn og nákvæmur og notar liti sína á injög skemmtilegan hátt; liann stendur aðeins að haki Marins í meðferð vatnslita. I suinum myndum sínum styðst hann við mjög fíngerða gerð Cubisma. Hann liefur mjög næma tilfinningu fyrir mannlegum dnttlungum, en það veldur því, að hann er fremstur í hópi þeirra, sem leggja fyrir sig teikningu í blöð og hækur. Verk eftir hann eru í söfnum í Cambridge, Massachusetts, Chicago, Cleve- land, Los Angeles, Washington, og öðrum borgum víðsvegar í Bandaríkjunum. „Harlem-áin“, (nákvœm eftirlíking) LánaS af W'hitney Museum of Art PRESTON DICKINSON — 1891—1930 Preston Dickinson er miklum hæfileikum liúinn, og hann hefur næstum austur- lenzka tilfinningu fyrir rúminu og fíngerðum litum. Hann stendur aðeins að baki Mary Casatt í pastel-myndagerð. Verk eftir hann eru í söfnum í Cleveland, 30


Málverkasýning

Year
1944
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Málverkasýning
https://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0

Link to this page: (32) Page 30
https://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0/0/32

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.