loading/hleð
(11) Blaðsíða 9 (11) Blaðsíða 9
ef móðir ber í sér sjúkdóm, sem mikil líkindi eru til að komi fram á baminu. Frumvarpinu fylgdi ítarleg greinargerð eftir höfund þess, Vilmund Jónsson, Afkynjanir og vananir, sem gefin var út sérprentuð. 36) Ný lög nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir voru sett 1975. 37) Með þeim voru lögin frá 1938 numin úr gildi að öðru leyti en því, að ákvæði þeirra um afkynjanir skyldu halda gildi sínu. Samkvæmt lögunum er fóstureyðing leyfð af þremur aðalástæðum: 1. félagslegum ástæðum, 2. læknisfræðilegum ástæðum og 3. ef konu er nauðgað. Fjórum sinnum hafa verið lögð fram á Alþingi frumvörp um breytingar á lögunum. Öll hafa þau að geyma það meginatriði, að ákvæði laganna um félagslegar ástæður verði felld niður. Lögin eru sem sagt talin of fijálslynd. Lög þessi snerta óumdeilanlega stöðu kvenna - en koma þó ekki konum einum við. Miðað við Norðurlönd er ísland með lægsta hlutfallstölu fóstureyðinga. Mikið hefur verið deilt um fóstureyðingarlögin eins og við var að búast. Ráðgjöf og ffæðsla um kynlíf og bameignir eru mikilvægir þættir í lífi kvenna og ákvæði í lögunum eru vissulega í nokkru samræmi við kröfur um sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Hinsvegar skerða ýmis skilyrði f lögunum um ástæður, s.s. rökstudda greinargerð lækna og félagsráðgjafa o.fl. þann ákvörðunarrétt. Næst mun ég tala um þrjá málaflokka, sem hafa áhrif á félagslega stöðu kvenna og nefna helstu breytingar, sem á þeim hafa oiðið. Þessir málaflokkar eru: atvinnu- og launamál, tryggingamál og skattamál. V. Atvinnn- og lannamál Vinnukonur voru langstærstí hópur launavinnandi kvenna á íslandi fiam á fjórða áratug. Réttarstaða þeirra markaðist af Tilslripun um vinnuhjú á íslandi ffá 1866, 38) sem var í gildi fram til 1928, þegar sett voru Hjúalög nr. 22/1928. 39) Samkvæmt fyrmefndu lögunum, sem voru ein fyrstu lög sem sett voru um vinnuvemd á íslandi, vom vinnukonur settar undir húsbóndavaldið og skyldugar til að sýna hlýðni. Á hinn bóginn var kveðið á um öryggi og vemd vinnuhjúa, og skyldur húsbóndans að sjá þeim fyrir lífsviðurværi. Þessi lög virðast mannúðlegri gagnvart vinnukonum en samtíma lög af þessu tagi frá hinum Norðurlöndunum. 40) Enda þótt rúmir sjö áratugir skilji á milli þessara lagasetninga, var margt lítíð breytt í lögunum frá 1928. Þó er komið ákvæði í lögin, sem segir, að vísa megi bamshafandi konu úr vist, en aldrei með minna en mánaðar fyrirvara. f tílskipuninni ffá 1866 er ekki orð um þess háttar brottrekstur. Hjúalögin frá 1928 em enn að miklu leytí í gildi, t.d. hefur þetta ákvæði ekki verið formlega numið úr gildi enda þótt ný lög um


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.