loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
fæðingarorlof segi, að óheimilt sé að segja bamshafandi konu upp starfi nema gildar og knýjandi ástæður séu fyrir hendi.41) Konur gegndu engum þeim embættum, sem sett voru á launalög ríkisstarfsmanna á 19. öld ef frá eru taldar yfirsetukonur. Það er fyrst 1919, að lögin fara að varða fleiri ríkisstarfsmenn og þá koma konur fyrst við sögu. Sérstök lög voru þá samin um laun bamakennara, þar sem viðurkennt var fullt launajafnrétti karla og kvenna. 42) Þá komu talsímakonur á launalög og með lögum sama ár fengu yfirsetukonur laun sín talsvert bætt. 43) Launalögin frá 1919 voru í gildi á þriðja tug ára en sú venja varð almenn hér á landi jafnt hjá ríki sem einkafyrirtækjum, að greiða konum lægri laun en körlum hvar sem því var við komið. Eins og áður er getið fengu konur rétt til að læra á öllum menntastofnunum landsins 1911 og þar með auðvitað iðnnám. En meistarakerfið í iðnnámi var til skamms tíma næstum óyfirstíganleg hindrun fyrir konur. Meistarar vildu fæstir fá konur inn í sína stétt. 44) Lög um iðnaðamám vom sett á síðasta áratug 19. aldar og fjalla nokkrar greinar þeirra sérstaklega um stúlkur. Iðnaðarlöggjöfin tók stakkaskiptum næstu áratugi enda reis iðnaður ekki upp að marki fyrr en á fjórða og fimmta áratug. Fyrstu lög um eftirlit með verksmiðjum vom sett 1928, og fjölluðu ekki sérstaklega um konur, og aldrei vom sett lög um bann við næturvinnu kvenna hér á landi.45). Vaxandi iðnvæðing hafði í för með sér aukin atvinnutækifæri fyrir ófaglært fólk. En hin gamla skipting í kvennastörf og karlastörf var allsráðandi. í byrjun síðari heimsstyrjaldar var farið að hafa á orði, að launalög ríkisstarfsmanna væm orðin úrelt. Þá hafði staðið í lögum KRFÍ frá 1921, að sömu laun skyldu vera fyrir sömu störf. Skipuð var nefnd til að endurskoða launalögin og að venju vom konur ekki í þeim hópi. Vorið 1939 hóf KRFÍ skelegga baráttu fyrir launajafnrétti, en þegar hér var komið sögu var launabarátta kvenna háð í stéttarfélögunum en konur utan þeirra létu sig launamál litlu varða. Þá nýverið hafði bæjarstjóm Reykjavíkur samþykkt reglugerð þar sem kvenskrifumm vom ætluð lægri laun en körlum, og talað var um 1. og 2. flokks skrifara, og 1. og 2. flokks kvenskrifara og töluverður mismunur var á flokkunum. Þá var ekki óalgengt, að atvinnurekendur segðu konum upp störfum, ef þær giftust, og þær raddir gerðust æ háværari sem töldu, að svipta bæri konur starfi við giftingu. Nú hljómaði krafan frá konum: sömu laun fyrir sömu störf. 46) Á útmánuðum 1945 lá fyrir Alþingi fmmvarp að víðtækum launalögum. Inn í þau komst ákvæði um jafnan rétt karla og kvenna til stöðu og launa. f 36.gr. laga


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.