loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
"Þegar því verður við komið, skal skólinn vera samskóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta." Þegar sett voru lög um stofnun Háskóla á íslandi 1909 10) var tekið fram, að hver sá sem lokið hafi stúdentsprófi, karl eða kona skuli eiga rétt á að gerast háskólaborgari. Árið 1911 var flutt frumvarp um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrkja og embætta. 11) Þama er um að ræða jafnrétti kvenna og karla til náms og embætta. Fæstir þingmanna gerðu ráð fyrir því, að staða kvenna ætti að breytast, en helztu rök þingmanna gegn frumvarpinu voru liffræðiieg. að konur hefðu ekki jafn mikið líkamlegt þrek og karlar til að gegna embættum, ekki síst vegna "náttúrulegra forfalla". Þá beittu þingmenn rökum um að losarabragur kæmist á þjóðfélagið, uppeldi og allur heimilisbragur færi úr skorðum ef konur fengju rétt dl að menntast .Það virtist helzt fara fyrir bijóstið á þingmönnum, að konur gætu orðið prestar. Rökin eru því lflca félaeslee og siðferðiieg. Frumvarpið var samþykkt með fimm mótatkvæðum. Með lögum þessum höfðu konur fengið fullt jafnrétti tíl menntunar og embætta við karla. Það er ljóst, að þrýstingur utan þings, starf skipulagðrar kvenréttindabarátm áttí mestan þátt í því að konur náðu jafnréttí í menntunarmálum svo snemma. Skipulögð kvenréttíndasamtök höfðu þá starfað í fjögur ár undir önflli foiystu Bríetar Bjamhéðinsdóttur, sem fékk Hannes Hafstein til að flytja fiumvarpið. Hitt er jafnljóst, að konur hópuðust ekki f skólana. Til þess liggja a.m.k. tvær höfuðorsakir. í fyrra lagi hefur fátækt ráðið þar miklu um. f öðru lagi voru aldagömul viðhorf gagnvan stöðu kvenna í þjóðfélaginu lífseig og allsráðandi. Þrátt fyrir þessi lagalegu réttindi var raunveruleikinn sá, að lengi voru það einungis stúlkur frá efnameiri heimilum sem settust í menntaskóla eins og líka var raunin með fyrstu karlana. Konur með langt háskólanám að baki eru undantekningar fram á síðustu áratugi. I raun finnst ekki betri staður en einmitt skólamir til þess að átta sig á því hvemig samfélagið lítur út. Skólakerfið er spegilmynd samfélagsins. Hvaða stúlkur gengu í skóla, í hvemig skóla og hvað var ætlast til að þær lærðu og hversvegna? Skólaganga stúlkna fram á fimmta og sjötta áratug var í beinu sambandi við ríkjandi hugmyndafræði. Stúlkur áttu að líta á hjónaband og móðuriflutverk sem sitt framtíðarstarf. Launuð atvinna eftir giftingu var talin brotalöm á þeirri ímynd. í samræmi við þau viðhorf vora sett lög nr. 60/1938 um húsmæðrafræðslu í sveitum. 12) Samkvæmt þeim áttí að greiða úr ríkissjóði til sjö húsmæðraskóla í sveitum landsins í þeim tilgangi að konur fengju praktíska kennslu í heimilishaldi,


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.