loading/hleð
(7) Blaðsíða 5 (7) Blaðsíða 5
að geta um stofnun Hins íslenzka kvenfélags 1894, útgáfu tveggja kvennablaða 1895 og vaxandi umræðu og aðgerða kvenna sjálfra. Stofnun Kvenréttindafélags íslands 1907 hafði í för með sér, að réttindabaráttu íslenzkra kvenna tók að svipa meir til baráttu kynsystra þeirra í löndum Vestur-Evrópu og Ameríku, þar sem slflc samtök höfðu um nokkurt skeið verið kjölfestan í baráttu kvenna fyrir auknum stjómmálaréttindum. Konur létu að sér kveða og söfnuðu 1907 á tólfta þúsund undirskriftum kvenna af öOllu landinu og sendu til Alþingis. Arið 1909 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um að skora á stjómina að undirbúa og leggja fyrir næsta þing ffumvarp til nýrrar stjómarskrár, sem víkkaði kosningarétt til muna og veitti konum kosningarétt og kjörgengi. Og 1911 vom samþykkt lög um kosningarétt og kjörgengi kvenna sem hluti af frumvarpi til nýrrar stjómarskrár, en lögin fengu ekki staðfestingu konungs. Allt frá 1911 til 1915 tafði sambandsmál íslands og Danmerkur fyrir því, að ný stjómarskrá með kosningarétti og kjörgengi kvenna til Alþingis hlyti staðfestingu konungs. Þegar nýtt stjómarskrárffumvaip var samþykkt 1913, varð það ofan á, sem fellt hafði verið 1911, að konur og hjú skyldu hafa náð fertugsaldri, þegar þau fengju kosningarétt og kjörgengi. Síðan skyldi markaldurinn lækka um eitt ár árlega, en almennur kosningaréttur var þá 25 ár. Hinn 19. júní 1915 staðfesti konungur stjómarskrána og þar með höfðu íslenzkar konur fengið kosningarétt og kjörgengi með áðumefndum aldurstakmörkum. 15) KRFÍ sendi þegar í stað áskomn til Alþingis um að því yiði breytt. Áhrif takmarkaðs kosningaréttar á þátttöku íslenskra kvenna í kosningum vora augljós: aldurstakmarkið leiddi til þess, að konur notuðu kosningaréttmn mjög lítið, eða 30-40%, en í Noregi til að mynda, þar sem kosningarétturinn var bundinn við tekjur, var þátttaka kvenna tiltölulega mikil, eða um 60%. Aldurinn gerði það að verkum, að þær vom ekki eins móttækilegar fyrir nýjungum. Árið 1920, tók ný stjómarskrá vegna Sambandslaganna ffá 1918 gildi. Þar með höfðu konur fengið fullt og skilyrðislaust jafnrétti við karla um kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, þ.e. aldursmarkið frá 1915 var fellt burt. 16) Eins og kunnugt er áttu konur ffumkvæði að og hófu baráttu fyrir því að byggður yrði Landspítali í þakklætisskyni fyrir kosningaréttinn og stofnuðu sjóð í því skyni. 19. júní varð sfðan fjáröflunardagur og baráttudagur þessa máls þar til byggingu var lokið 1930. Enn er ógetið kosningaréttar og kjörgengis kvenna til sveitarstjóma. Svo virðist, að þingmenn hafi verið fúsari til að veita konum þann rétt en að veita þeim kosningarétt til Alþingis. Fyrstu pólitísku réttindin, sem konur fengu var kosningaréttur til sveitarstjóma 1882. Árið 1882 voru samþykkt lög um takmarkaðan kosningarétt til


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 5
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.