loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
Nokkur breytíng varð á réttarstöðu einstæðra mæðra með lögum, sem sett voru 1921 um afstöðu foreldra tíl óskilgetínna bama og skilgetinna. Þar er um að ræða lög nr. 46/1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna 25) og lög nr. 57/1921 um afstöðu foreldra til skilgetinna barna.26) Með þeim var föður óskilgetins barns gert skylt jafnt móður þess að kosta framfærslu bamsins og uppeldi. Þá vil ég og í þessu sambandi geta um lög nr. 135/1935, Framfærslulög, 27) sem ætla mæðmm að fá óendurkræfan styrk með bömum sínum. Sveitarflutningur mæðra og bama þeirra voru afnumdir. Fram tíl 1934 varðaði sveitarstyrkur missi kosningaréttar , sem var afnumið með Stjómskipunarlögum nr. 22/1934. 28) KRFÍ sýndi þessum málum mikinn áhuga allt frá stofnun félagsins 1907 og áttí frumkvæði að lagasetningum um rétt óskilgetinna bama. Á árunum 1920-1930 vom sett lög um fjármál hjóna á öllum Norðurlöndum með þeim gmndvallarreglum, að hvor maki um sig skuli vera sem sjálfstæðastur einstaklingur í hjúskapnum, sem hafi ráðstöfunarrétt yfir eigin hjúskapareignum og beri einungis ábyrgð á eigin skuldbindingum, en samstaðan, sem myndast í hjúskapnum, lýsir sér í gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna og helmingaskipmm á hjúskapareignum við slit hjúskapar. 29) Hér á landi nefndust lögin Lög um skyldur og réttindi hjóna nr. 20/1923. 30) Lögin byggja á þeim viðhorfum, að konur framfærðu sig með vinnu á heimilinu. Þau bera vott um viðteknar reglur bændasamfélagsins, þar sem hjónabandið var forsenda þess að geta ffamfært sig, og samvinna milli hjóna var nauðsynleg forsenda framfærslu fjölskyldunnar. Lög þessi eru enn í gildi. Lögin ffá 1923 kveða á um, að vinnan á heimilinu geti verið ffamlag annars hjóna til framfærslu fjölskyldunnar. Það er því ljóst, að húsmóðurstarfið sem slíkt er metið. Giftar konur, og einkum giftar konur með böm, virðast hafa verið undantekningar í verksmiðjuvinnu og þjónustustörfum á Norðurlöndum. En þar með er ekki sagt, að giftar konur hafi almennt verið heimavinnandi eiginkonur og mæður, hvorki þar né hér. "Falda kvennavinnan", sem svo hefur verið nefnd, 31) hvort heldur um var að ræða heimaiðnað, þvotta, eldamennsku, saumaskap, fiskvinnu eða landbúnaðarstörf, virðist hafa verið sú atvinna, sem giftar konur stunduðu, Þetta eru störf, sem ekki koma fram á manntölum eða hagtölum frá þessum tíma, vegna þess að giftar konur voru ávallt skráðar húsmæður. Það er ljóst að margar giftar konur voru undir tvöföldu vinnuálagi, vinnunni heima á heimilinu og umönnunarstörfum, sem urðu stöðugt meira krefjandi, og vinnunni við að sjá fyrir brýnustu þörfum fjölskyldunnar. Það er ekki vitað, hve margar fjölskyldur bjuggu við útívinnandi eiginkonur, en auðvitað var það útbreiddast þar sem laun


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.