loading/hleð
(11) Blaðsíða 7 (11) Blaðsíða 7
7 f»ess. Hana skal kenna einungis í fjórfta bekk, og skulu piltar ná svo mikilli þekkingu í henni, sem nauðsyn þykir fyrir þá til þess, að þeir geti tekið til að lesa guðfrœði við háskól- ann, eða tekið f)átt í ebreskukennslunni, sem fæst í prestaskólanum. Af þeim, sem ekki nema ebresku í skólanum, skal ekkert beiintað í hennar stað. 7, Trúarfrœði. í benni skal kenna biflíusögur, og skal fieim lokið í 3. bekk, og kristilegan trú- arlærdóm, er kenna skal í öllum bekkjum. Skal {jeirri kennslu liagað svo, að hún verði því y firgripsmeiri og visindalegri, því lengra sem piltarnir komast áfram; skal kennarinn láta sjer annt um, að piltarnir verði gagnteknir af sannfœringunni um sannindi hinnar kristilegu trúar, og að sannfœring þessi beri ávöxtu í hjörtum þeirra. Samfara guðfrreðiskennslunni á að vera biflíulestur, og í fjórða bekk skal lesa í Nýja-testa- mentinu á fruminálinu. 8, Sagnafræði. Hana skal kenna í öllum bekkjum. Eigi skal ofbjóða piltum með nöfnum, ár- tölum, o. s. frv., einkum í hinum ómerkari köflum sögunnar, en hana skal kenna svo, að pilt- ar fái Ijósa þekkingu um merkisviðburði alla, bæði á fyrri og síðari tímum, og stöðugt yfirlit yfir þá; einnig þekkingu á sambandi og samanhengi þeirra sin á milli, og eptir því, sem kennslunni miðar lengra áleiðis, skal taka meir og meir fram framfarir menntunarinnar og ásigkomulag þjóðanna sjálfra. 5að er sjálfsagt, að kenna skal sögu fósturjarðar þeirra nákvæmar, en sögu annara þjóða. 9, Landafrœði. Henni skal lokið í þriðja bekk. Skal kenna bvorttveggja jafnframt, hvernig þjóðirnar hafa skipt löndunum á milli sín (politisk Georjraphie), og hvernig náttúran hefur gjört þau úr garði. 10, Tabiafræði. Hana skal kenna í öllum bekkjum, og skal kennslan í henni einnig ná yfir lík- ingar fyrsta og annars veldis, bókstafareikning og hlutfallatölur (Logarithmer). 11, Stœrðafrœði. Ilana skal einnig kenna i öllum bekkjum; skal kennslan í benni ná yfir hina almennu rúmmálsfrœði (flatamálsfrreði), þykkvamálsfrreði og flatþríbyrningafrœði (almmdelir/ Plangeometrie, Stereometrie og Plantrigonometrie); þar að auki skal kenna stutt yfirlit yfir helztu atriði stjörnufrreðinnar, og skal það vera svo lagað, að eigi sje farið í hið torskilda og smásmuglega, en piltar þó fái Ijósa hugmynd um ásigkomulag himinbnattanna, lögmálið fyrir gangi þeirra, og aðferðina, hvernig komizt verði að lögmáli þessu; skal hjer við hnýta aðal- efninu úr hinni stœrðalegu landafrœði (matliematish Geographie). 12, Náttúrvfrœði. Ilana skal kenna í fjórða bekk, og skal kennslan í henni ná yfír aflafrœðina og efnafrœðina (mechanish og chemi.sk Plujsik); skal kennsla þessarar visindagreinar eigi vera mjög þröngskorðuð eða stœrðafrœðisleg, heldur þannig, að piltum aflist ljós og skýr hugmynd um þau aðalatriði, er sýnileg má gjöra með tilraunum, lögmálið fyrir jieim og samanhengi þeirra. 13, Náttúrusaga. Hana skal kenna í þremur neðri bekkjunum; skal það mark og mið þeirrar kennslu, eigi svo að telja upp fyrir piltum ættir og tegundir, eða lýsa liverju einu smá- smuglega, heldur miklu fremur, að j)eir fái yfirlit yfir eðli og einkenni aðalflokka steina, grasa og dýra, og ættir og tegundir að eins nefndar þessu til skýringar og skilningsauka; skal gjöra þetta piltum Ijóst með því, að kenna þeim, að þekk ja helztu steina, grös og dýr, sem eru í landinu sjálfu. 14 og 15, Enska og Frakkneska. Tungur þessar skal kenna þeim einum, er œskja að nema þær; skal kennslunni íþeim haga svo, að lienni sje lokið á þrem árum; en eigi skal binda hana við neinn


Underviisningsplan og Examenbestemmelser for den lærde Skole i Reykevig =

Ár
1852
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Underviisningsplan og Examenbestemmelser for den lærde Skole i Reykevig =
http://baekur.is/bok/df979155-543a-4970-a907-b618f23b05de

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/df979155-543a-4970-a907-b618f23b05de/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.