loading/hleð
(2) Blaðsíða [2] (2) Blaðsíða [2]
Brynjólfur Þórðarson var einn þeirra íslensku listamanna sem komu heim frá námi á þriðja áratugnum, en í þeim hópi eru margir frábærir landslagsmálarar. Þessi ágæti listamaður er ekki eins kunnur og hann ætti skilið. Ástæðurnar eru einkum þær að starfsævi hans var mjög stutt og að mestur hluti verka hans er í einkaeign. Verk Brynjólfs einkennast af mjög næmri tilfinningu fyrir mildi og friðsæld náttúrunnar, en sem lista- maður er hann hógvær og hlédrægur. Listasafni íslands er það óblandin ánægja að geta sýnt svo gott safn verka hans, sem hér hefur tekist að ná saman. Er það fyrst og fremst að þakka Ragnheiði Jónsdóttur, fyrrver- andi bankafulltrúa, sem veitt hefur ómetanlega aðstoð við öflun verka á sýninguna. Selma Jónsdóttir Brynjólfur Þórðarson fæddist í Bakkakoti á Seltjarnarnesi 30. júlí 1896. Foreldrar hans voru Halldóra Jónsdóttir frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og Þórður Jónsson bóndi í Bakkakoti frá Efri-Tungu í Fróðár- hreppi. Brynjólfur missti föður sinn ungur. Hann ólst upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Þórði Jónssyni frá Ráðagerði. En Þórðar naut ekki lengi við og 1909 varð Halldóra ekkja á ný. Fluttist hún þá til Reykjavíkur. Fyrstu tilsögnina í teikningu fékk Brynjólfur í barnaskóla hjá Ólafíu Hansen. Síðar lærði hann teikningu í Iðnskólanum í Reykjavík hjá Þórarni B. Þorlákssyni. Árið 1918 sigldi Brynjólfur til Kaupmannahafnar. Hann var nemandi við Det'Kgl. Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmannahöfn veturinn 1919-20. Einnig var hann nokkra mánuði í teikniskóla í Stokkhólmi. Brynjólfur var teiknikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði veturinn 1920-21 og Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1920-25. Brynjólfur var við myndlistarnám i París 1925-27 í École des Beaux-Arts og fór þá einnig í námsferðir um Frakkland og Ítalíu. Heim kom Brynjólfur 1927. En eftir skamma viðdvöl fór hann enn utan haustið 1928. Stundaði hann nám þann vetur við sama skóla i París, einkum í freskótækni. Fyrsta sýning Brynjólfs og sú eina sem hann efndi sjálfur til var í Góðtemplarahúsinu líklega í kringum 1923. Brynjólfur var heilsuveill alla ævi. Hann lést fyrir aldur fram þann 5. ágúst 1938, þá aðeins 42 ára gamall. Yfirlitssýning var haldin á verkum hans í Listasafni alþýðu í október 1971.


Brynjólfur Þórðarson 1896-1938

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
8


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Brynjólfur Þórðarson 1896-1938
http://baekur.is/bok/11761232-c615-47d0-8025-5f27c4aa5b32

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða [2]
http://baekur.is/bok/11761232-c615-47d0-8025-5f27c4aa5b32/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.