loading/hleð
(5) Blaðsíða [3] (5) Blaðsíða [3]
Saga nútímalistar á íslandi er ekki löng, en hún á sér þó sín afmörkuðu tímabil. Eitt markverðasta tímabil hennar er á áratugnum 1930—40. Þá koma fram á sjónarsviðið í íslenskri myndlist málarar og myndhöggvarar með nýjan, ferskan og þróttmikinn blæ. Maðurinn verður nú mikilvægur þáttur í verkum þeirra, maðurinn með sitt sérstæða sálarlíf, annaðhvort sem lifandi starfandi persóna í hóp eða í einveru og hvíld. Landslagið, sem áður var aðalatriðið, víkur nú tyrir manninum; maðurinn verður smndum hluti þess, oft verður landslagið aðeins bakgrunnur fyrir manninn. Maðurinn verður mikilvægari en landslagið sjálft. Upp úr þessu tímabili snýr fjöldi íslenskra listamanna sér mest að abstraktlist sem kunnugt er. Jón Engilberts var einn þeirra íslensku myndlistarmanna, sem komu fram á sjónarsviðið á árunum 1930—40. Hann var afkastamikill, ákafur og þrótt- mikill málari. Sterkur og ástríðufullur persónuleiki málarans skín út úr verk- um hans. Hann byggir verk sín upp með breiðum, kraftmiklum línum, sem afmarka fleti og fólk. Fólk, áþreifanlegt og lifandi, er eitt aðalatriðið í verkum Jóns. Fyrirsætan verður ekki eingöngu nokkurs konar hlutur eða form, hún verður kona gædd holdi og blóði og heitum tilfinningum. Fólk í landslagi


Jón Engilberts 1908-1972

Ár
1975
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jón Engilberts 1908-1972
http://baekur.is/bok/5523eb8b-7d5e-4221-a4eb-7a2ee80f6d9f

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/5523eb8b-7d5e-4221-a4eb-7a2ee80f6d9f/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.