loading/hleð
(3) Page [3] (3) Page [3]
GUNNLAUGUR SCHEVING 1904 - 1972 Þegar Gunnlaugur Scheving lést f desember 1972 arfleiddi hann Listasafn fslands aS öllum verkum smum. Gjöfina mé flokka é eftirfarandi hétt eftir efni og éstandi: 12 olíumálverk, 306 vatnslitamyndir, 256 túsk- og vatnslita- skissur, 329 túsk-, blek- og blýantsteikningar, 841 blek- og býantsskissur, 36 litkrftarmyndir, 33 litkrítarskissur, 3 grafík- myndir, 2 collage-myndir, 50 teiknibœkur og dagbœkur lista- mannsins. Eins og þessi flokkun gefur til kynna þá er gjöf Gunnlaugs Schevings mikil að vöxtum og óvenjulega margbreytileg, allt frá fyrstu frumdráttum að myndum til fullgerðra verka, og spannar yfir allan listferil hans allt frá skútuteikningum á Seyðisfirði til hinna stóru og voldugu sjávarmynda hans, sem hann vann að skömmu fyrir andlát sitt. Vatnslitamyndir skipa stórt rúm f gjöf Gunnlaugs Schevings, en það efni var honum ávallt hugleikinn tjáningarmiðill. Mynd- efnið er hér gjarnan innimyndir, þorpsmyndir, en þó ef til vill fyrst og fremst landslag, sem hann málaði á staðnum og sýnir leikni hans f meðferð efnisins og nœma skynjun hans fyrir marg- breytilegum lit- og blœbrigðum náttúrunnar, samofin Ijóðrœnum þýðleika, sem er aðal þessara verka. Gunnlaugur Scheving hefur, eftirlifendum til mikillar gleði, varðveitt af kostgœfni og alúð mikinn fjölda af skissum og undirbúnings- myndum að stœrri verkum sfnum, sem listamenn fórna oft þegar "stórhreingerningar" eiga sér stað á vinnustofunni. Þessi þáttur gjafarinnar er einkar athyglisverður, þar eð þessar myndir gefa möguleika til margvfslegs innsœis f listsköpun og vinnuaðferðir listamannsins. Hér má oft fylgja ferli myndarinnar allt frá fyrstu frumdráttum og síðan stig af stigi er myndhugmyndin tekur margvfs- legum umbreytingum, allt f samrasmi við markmið og listrœnan


Listasafn Íslands

Year
1975
Language
Icelandic
Pages
8


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Listasafn Íslands
http://baekur.is/bok/6998cee7-c0af-4bcf-af92-a3d5e9c34be5

Link to this page: (3) Page [3]
http://baekur.is/bok/6998cee7-c0af-4bcf-af92-a3d5e9c34be5/0/3

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.