loading/hleð
(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
Iyúmlega tvítugur að aldri ákvað Jón Stefánsson að gera málaralistina að ævistarfi sínu. Frá æskuárum hafði hann ríka tilhneigingu til skáldlegra hugleiðinga, en hin djúpa og næma innsýn hans í eðli þeirra hluta, sem fyrir augu hans bera, er honum í blóð borin. Að yfirveguðu máli valdi hann sér málaralistina til að skapa athugunum sínum og hugrenningum listrænt form. Um þær mundir er Jón Stefánsson hafði ákveðið að helga málaralistinni krafta sína óskipta, rak hinn frægi danski málari, Zarthmann, myndlistarskóla í Kaupmannahöfn. Varð hann fyrsti kennari Jóns. Síðan ákvað hann, ásamt nokkrum félögum sínum, norskum, að Ieita eftir kennslu og leiðbeiningum í skóla hins mikla franska meistara Henri Matisse, en til hans komu þá ungir efnismenn víðsvegar að úr heiminum. Svo mikil nýlunda var það á þessum árum, að íslendingar sæktu nám til þessarar höfuðborgar heimslistanna, að fyrir mörgum var fordæmi Sæmundar Sigfússonar nær- tækast í endurminningunni. En þótt Jóni Stefánssyni hlotnaðist hin eindregnasta uppörfun á þessum fyrstu ár- um sínum á listabrautinni frá mikilhæfum kennurum og námsfélögum, var hógværð hans svo mikil og sívakandi sjálfsgagnrýni, að honum tókst ekki um skeið að ná stað- föstu trausti á hæfileikum sínum. Enda var það á þessum árum talið fullkomið eins- dæmi, ef íslendingur gæti orðið hlutgengur á braut myndlistar á heimsmælikvarða. Liðin eru fimmtíu ár síðan Jón Stefánsson valdi sér málaralistina að ævistarfi. Vin- sældir hans og áhrif hans á þroska, skilning og hugarfar íslenzku þjóðarinnar hafa far- ið sívaxandi með árunum. Á síðastliðnum vetri vakti Menntamálaráð máls á því við Jón Stefánsson, að hann veitti samþykki sitt til þess, að Menntamálaráð gengist fyrir sýningu á verkum hans, þar sem almenningi yrði gefinn kostur á að sjá mikið og fjölbreytt úrval af verkum hans á einum stað. Yfirlitssýning þessi er nú fengin. Um list Jóns Stefánssonar verður eigi fjölyrt að þessu sinni, því verkin tala sínu aug- ljósara máli. Talið er með réttu, að landið hafi mótað þjóðina að verulegu leyti, lyndiseinkenni hennar og hugarfar. Eitt af merkustu verkefnum Jóns Stefánssonar hefur verið að gera samtíðinni grein fyrir þeim svipeinkennum og töfrum lands vors, er greinilegast hafa mótað skapgerð okkar og þjóðaranda. Annar er sá þáttur í list hans, svo fleiri verkefni séu nefnd, myndir hans af íslenzka hestinum, er greina frá eiginleikum hans og ævi-


Jón Stefánsson

Ár
1952
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jón Stefánsson
http://baekur.is/bok/6c3a4f99-8d7d-4afb-ac6b-27d33cdc05c0

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
http://baekur.is/bok/6c3a4f99-8d7d-4afb-ac6b-27d33cdc05c0/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.