(10) Blaðsíða 10
10
Til hans ættu þá allir að snúa sór, sem leita þurfa fátækrastyrks. Hann rannsakaði heimilis-
ástæður hvers eins, ákvæði í samráði við fátækranefndina hve mikinn styrk hver fengi, ráð-
stafaði ómögum cg útvegaði þeim verustaði. Einnig ætti hann að hafa á hendi innheimtu á
endurgjaldi hjá þurfamönnum og öðrum sveitarfólögum og hafa á hendi bréfaskriftir fátækra-
stjórnarinnar. Ráðstöfun þessi mundi hafa í för með sér að min'sta kosti um 1500 króna
kostnað árlega, en það má vera, að sá kostnaður mundi vinnast upp að einhverju leyti.
2. Barnauppeldisstofnun.
Þörfin fyrir uppeldisstofnun fyrir börn er brýn. Það er oft miklum erfiðleikum
bundið, og stundum jafnvel ómögulegt fyrir fátækrauefndina að koma börnum fyrir til upp-
eldis á verulega góð heimili. Nú sem stendur munu vera í bænum um 100—150 börn á
aldrinum 5—14 ára, sem fátækranefndin mundi vilja ráðstafa á barnaheimili, ef til væri. Það
má gjöra ráð fyrir, að kostnaðurinn við slíka stofnun mundi verða mjög mikill og að uppeldi
barnanna mundi verða að mun kostnaðarsamara en nú er. En stofnunin mundi — auk þess
hve mannúðleg hún er — hafa mikinn óbeinan hagnað í för með sér fyrir bæjarfélagið. Börn-
in mundu fá miklu betra uppeldi en ella og verða seinna nýtari borgarar bæjarfólagsins. Um
þetta er mest vert. Það er mjög æskiiegt, að sem fyrst verði gjörð ábyggileg áætlun um
hve mikið kosta muni að koma slíkri stofnun á fót og hve mikill muni verða hinn árlegi
reksturskostnaður við hana. 1 sambandi við þetta bendi eg á það, að hór í bænum er fólag,
er sett hefir sér það markmiðjað koma upp barnauppeldisstofnun og þykir mér líklegt, að sam-
vinna milli þess fólags og bæjarstjórnarinnar gæti átt sér stað.
3. Gamalla manna hæli.
Það mundi að vísu ekki hafa nærri eins mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið sem barna-
uppeldisstofnun. En þörf er einnig fyrir það. Fátækranefndin á oft erfitt með að koma
gamalmennum fyrir svo að vel fari um þau. Og mannúðlegt og fagurt er það, að geta vísað
örmagna gamalmennum á verustað, þar sem þau geta lifað góðu, áhyggjulausu lífi síðustu ár
æfi sinnar.
4. Húsnæði handa fjölskyidum þurfamanna.
íbúum bæjarins hefir fjölgað mjög síðustu tvö árin. En lítið hefir verið bygt af
íbúðarhúsum, og fæst þeirra fyrir fátækar fjölskyldur. Af þessu leiðir, að skortur á húsnæði
er svo mikill, að fullkomin vandræði eru að verða úr fyrir bæjarfólagið, sem bæjarstjórnin ekki
getur látið afskiftalaast. En hér skal að eins bent á, að á þessu hausti hefir fátækranefnd-
inni veitt erfitt að útvega sumum þeim fjölskyldum, sem hún þarf fyrir að sjá, sæmilegt hús-
næði. Eg geri ráð fyrir að vandræði í þessu efni aukist á næstu árum og verður þá ekki
hjá því komist, að bæjarstjórnin láti byggja hús, er ætlað só fjólskyldum þurfamanna.
5. Atvinna vetrarmánuðina.
Árin 1910 og 1911 hefir atvinnuskortur haft lítil áhrif á upphæð fátækraframfæris-
ins. Styrkurinn mestallur verið veittur börnum, sjúkum mönnum, örvasa gamalmennum og
konum, sem börn hafa fram að færa. En til þess að koma í veg fyrir það, að fátækrafram-