loading/hleð
(13) Blaðsíða 9 (13) Blaðsíða 9
e mædd spyr: var þá á jörðu ekkert rúm handa lífi þessu? gat það ekki á jörðu vöxt ogviðgáng feing- ið? því flýr maðurinn á burt sem skuggi? þvi kem- ur dauðans nótt yfir hann strax að morgni lians lífs? því sendir drottinn dauðans eingil til að slökkva Ijóslifsins, þegar það logar sem glaðast? Ó, ef vér einúngis höldum oss við hið sýnilega, svo fáum vér uppá allt þetta eingu svarað. En trú hins kristna lirópar: allt hvað guð gjörir er vísdómsfullt og gott. Maður á bezta aldri er hér til hvíldar geinginn, enn sem líka var efnilegt, gott manns efni. Fræð- arar, vinir og vandamenn bera honum það vitni, prýða leiði hans þessum orðstýr, og fegurri minnis- varði verður ei settur á gröf nokkurs manns, þvi á jörðu og hinuii er ekkert dýrmætara enn fagur fjár- sjóður sannra mannkosta. Iíáðvandur og siðprúður í allri sinni hegðan, stiltur og hæglátur, fetaði hann sitt æfiskeið, varði vel því pundi, drottinn hafði hon- um í hendur feingið. Fleiri pund hafði að vísu máske margur af drottni þegið, en á reikníngskapardegin- um mun ei svo mjög spurt að þvi, livað mörg pund- in vóru, eins og að hinu, með hvað mikilli rentu þeim hafi aptur skilað verið; því með rentu vill sá mikli hússfaðir fá það pund, er hann hér hverjum ljenti. Og að vor frainliðni hafi þessa gætt, þaðþori eg að vitna til allra þeirra, sem hann rétt þekktu; þar um vitnaði ekki einúngis það, hversu afhaldinn hann var af öllum þeim, er mestu áttu við hann að skipta, heldur líka það, hversu lángt hann kominn varíþeirri menntun er honum baraðnema. Svo að eptir sem mönnum frekast var unnt um að dæma, af því sem undan var geingið, var liklegt að hann með framtíð mundi liafa orðið föðurlandinu til liðs, sér og sínum til sóma. Næg orsök er þá hér til harms, ekki einúngis


Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.

Höfundur
Ár
1848
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.
https://baekur.is/bok/e602684f-fdef-4a7b-a605-f4d753deedfa

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/e602684f-fdef-4a7b-a605-f4d753deedfa/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.