Um vefinn

Á Bækur.is er hægt að skoða stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka. Er vefurinn rekinn af Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

Stefnt er að því að á vefnum muni birtast með tíð og tíma allar íslenskar bækur útgefnar fyrir 1870 í stafrænni endurgerð.

Markmiðið með þessum nýja vef er þríþætt:

  • Miðlun íslenskrar menningar og að gera útgefið íslenskt efni aðgengilegt á veraldarvefnum.
  • Aukin þjónusta við notendur hvar og hvenær sem er.
  • Forvarsla þeirra rita sem fara á vefinn og trygg langtímavarðveisla, með því að draga úr eftirspurn eftir frumeintökunum

Heildarfjöldi myndaðra titla

2.882

Heildarfjöldi myndaðra binda

3.493

Heildarfjöldi myndaðra blaðsíðna

678.751