loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
11 geng'ist undir ýmsar algerlega óeðlilegar og ósæmi- legar skuldbindingar, sem gera hann meir en rétt- lausan að eign sinni og vel mega binda honum þá bagga, er hann fái aldrei undir risið. Skal eg nú finna orðum mínum stað um þetta. Hann má ekki leigja eignina öðnim, sbr. 4. gr. a. Með þessu hefir hann gert sig að staðbundnum þræl (livegen), því sala á eigninni er ekki áhlaupaverk, svo sem enn mun sýnt verða. Samkv. 4. gr. b. hefir Landsbankinn ávallt for- kaupsrétt að eigninni, en þó má eigandinn ekki selja hana hærra verði en bankinn hefir selt honum hana. Eigandinn er því sviftur öllum rétti til þess að fá nokkuð fyrir endurbætur á eigninni, hvað þá öllum rétti til að njóta þess, ef eignin hækkar í verði af ósjálfráðum ástæðum, sem allir menn aðrir eru frjáls- ir að. Ekki má eigandinn sjálfur annast utanhúss- viðhald húsanna, heldur verður hann (sbr. 4. gr. c.) að leggja V4% af kaupverði eignarinnar í sjóð, er varið sé til sameiginlegs utanhússvðhalds“ á þessum svo- nefndu bankahúsum, sem bankinn mun nú raunar hafa selt öll með þessum geðslegu skilyrðum. Hirðu- samur og skilvís eigandi má eftir þessu búast við að kosta viðhald annara húsa í sambyggingum þessum, sem trassar og vanskilamenn kunna að hafa eignast. Samkv. 4. gr. d. er eigandinn ófrjáls að því að hafa húsið til annars en íbúðar, nema leyfi bankastjómar Landsbankans komi til. Virðist þarna allnærri höggv- ið svonefndum eiganda, og hálfauðvirðandi fyrir hann að þurfa að leita á náðir bankastjórnar til þess að mega nota eign sína.


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.