
(14) Page 12
12
En nú er komið að aðalrúsínunni í þessum dæma-
lausa samningi, 4. gr. e., þar sem kaupandinn er
skyldaður til að ganga í byggingar-
félag, „sem kynni að verða stofnað viðvíkjandi
byggingum þeim, sem bankinn hefir byggt, svo og
þeim, er síðar kunna að verða byggðar á lóðum þeim,
er bankinn hefir fengið hjá bænum“ o. s. frv. það
er harla ósvífið að bjóða mönnum að rita undir aðra
eins skuldbindingu og þessa. Engir vita, hverjir verða
í byggingarfélagi þessu, né hverjir því munu
stjórna; er því auðsætt, að með þessari skuldbindingu
má hver maður, eins vel og öðru, búast við að hafa
bundið sig félagsskap, er verða kunni honum til ger-
samlega fjárhagslegrar eyðileggingar.
Samkv. 4. gr. f. er eigandinn skyldur til að þola
endurgjaldslaust allskonar jarðrask, er leiða kann af
ýmiskonar leiðslum um lóð hans, vegna bankans eða
hins væntanlega byggingarfélags, og samkv. þessari
frægu 4. gr. g. er hann réttlaus til þess að breyta
byggingunni, eins þó til bóta væri, og eins til þess
að byggj a frekar á lóðinni, nema með samþykki bank-
ans eða hins ófædda byggingarfélags.
Eg eyði ekki fleiri orðum til skýringar um þennan
ósæmilega kaupsamning, er og ekki frekar þörf til
sönnunar því, er eg sagði í upphafi máls míns um
hann: að um leið og kaupandinn eignast húseign þessa
að nafninu, a f s a 1 a r hann sér gersamlega
öllum eignarrétti á húseigninni, og gerir enn
meir: gengst undir skuldbindingar, er vel mega binda
honum þá bagga, er hann fái aldrei risið undir.
þegar hér er komið og samningurinn hefir verið