loading/hleð
(22) Page 22 (22) Page 22
22 31. gr. Allir þeir, er taka J>átt í danzfundum, borgi að jöfnuði kostn- aö þann, er af clanzfundum leiðir til ljósa og hljóöfærasláttar, eptir samníngi, sem fjelagsstjórnin í hvert skipti gjörir [>ar um við gestgjafa fjelagsins. Á danzfundum má ekki reykja tóbak á gildaskálanum, neina upp á loptinu. 32. gr. Danzfundum öllum skal hætta 4 stundum eptir miðnætti, nema danzfundi þeim, sem haldinn er á fæðíngardag konúngs, í livers tilliti tíminn er óákveðinn. Öðrum fundum skal ætíð hætta þannig, að allir sjeu farnir úr gildaskálanum og honum lokað eptir miðnætti; ef út af er brotið, varðar það 4 marka sekt í fjelagssjóð fyrir hvern gest í livert skipti. Leyfi gestgjafi fjelagsins fjelagsliræðrum að sitja á gilda- skálanum fram yfir þann ákveðna tíma, eða veiti hann þeim vín eða annað, úr því sá tími er kominn, varðar það í 3 fyrstu skiptin sekt, alt að 5rbd., eptir úrskurði fjelagsstjóra, en úr því uppsögn frá fjelagsstjórnarinnar hálfu. Sjerliver fjelagslimur, hvort heldur hann er orðulimur eða yfirorðulegur meðlimur, á til eptirbreytnis af lögunum að skrifa nafn sitt undir þá útgáfu (exemplar) af þeim, sem geymist í fjelagsins skjalasafni, svo er og hver fjelagslimur skyldur til að kaupa lögin, og borga þau með 32 skildíngum, um leið og liann veitir þeim móttöku hjá gjaldkjeranum.


Lög Bræðrafjelagsins í Reykjavík =

Year
1852
Language
Multiple languages
Keyword
Pages
24


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Lög Bræðrafjelagsins í Reykjavík =
http://baekur.is/bok/f73fa249-6c05-4b80-a809-bdbde91add2c

Link to this page: (22) Page 22
http://baekur.is/bok/f73fa249-6c05-4b80-a809-bdbde91add2c/0/22

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.