loading/hleð
(5) Blaðsíða [3] (5) Blaðsíða [3]
Hinn 11. nóvember 1952 gaf Ásgrímur Jónsson listmálari íslenzka ríkinu allar eignir sínar eftir sinn dag og þá fyrst og fremst þær myndir, er hann léti eftir sig. Þegar listamaðurinn féll frá á síðast liðnu vori, munu fáir hafa vitað, hvílíkan fjár- sjóð hann hafði gefið. Það var að vísu kunnugt, að hann var fyrir alllöngu að mestu hættur að láta verk sín af höndum. Það vitnaðist einnig, að hann hefði keypt myndir eftir sig, ef hann frétti af þeim til sölu, og bætt þeim í safn sitt. Að honum látnum kom í ljós, að í safni hans voru 423 fullgerðar myndir, þar af 198 olíumálverk og 225 vatnslitamyndir, og auk þess 236 ófullgerðar myndir, 203 olíumálverk og 33 vatnslitamyndir, og ennfremur mjög margar teikningar. Á Islandi eru því miður engin salarkynni svo rúmgóð, að hægt væri að sýna þar í einu allt þetta stórkostlega safn, þann- ig að þjóðin gæti séð á einum stað það, sem hún hefur nú eign- azt, einhverja dýrmætustu gjöf, sem íslenzka ríkinu heíur verið gefin. En þessari sýningu, sem nú er efnt til í sölum Listasafns ríkisins, er ætlað að kynna íslendingum gjöfina. Á sýningunni eru 172 myndir eða ekki helmingur þeirra mynda safnsins, sem listamaðurinn sjálfur taldi fullgerðar. Þar eru myndir frá öll- um skeiðum á þroskaferli hans. Þar eru myndir frá æskuárum. Þar er síðasta myndin, sem hann málaði úti í náttúrunni, og myndin, sem hann síðast bar að pensil í vinnustofu sinni. íslendingar munu ávallt telja Ásgrím Jónsson til ágætustu sona sinna. Ævintýrið um fátækan bóndason og sjómann, sem hélt út í heim úr íslenzku fásinni norður við heimsskaut til þess að helga sig list, sem var nær óþekkt í landi hans, ævintýrið um málarann, sem sneri aftur heim til ættjarðar sinnar, og gerðist brautryðjandi í íslenzkri myndlist, sá ísland í nýju ljósi, opnaði augu landa sinna fyrir fegurð og tign, sem þeir höfðu ekki séð áður, og kenndi þeim að elska land sitt og dá það á nýjan hátt, — þetta ævintýri er svo ótrúlegt, að það má kallast kraftaverk, að skuli vera satt.


Ásgrímur Jónsson 1876-1958

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ásgrímur Jónsson 1876-1958
http://baekur.is/bok/0c27f5ff-497e-49a1-8476-ed7313df8f79

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/0c27f5ff-497e-49a1-8476-ed7313df8f79/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.