(4) Page [2]
Listasafnið og að almenningur fengi að njóta hinna ágætu mynda. Markús var
stórhuga maður og hafði óbifandi trú á framtíð íslenskrar myndlistar og mun hafa
séð í anda glæsilega safnbyggingu við hennar hæfi.
Stórhug og ósk Markúsar ívarssonar hrundu ekkja hans og dætur þeirra í framkvæmd
þegar Listasafn Islands var opnað almenningi 27. ágúst 1951. Þá gáfu þær frú
Kristín og dæturnar Helga, Guðrún og Sigrún Listasafninu 56 listaverk úr safni
Markúsar. Þessari rausnarlegu gjöf var þá lcomið fyrir í tveimur sýningarsölum,
sem Þjóðminjasafnið lánaði við þetta tækifæri. Voru listaverkin þá þegar skráð í
spjaldskrá í áframhaldandi númerum 888—943. Þegar svo tveir fyrrnefndir salir
voru teknir undir vaxmyndasafnið, var hluta af safni Markúsar ívarssonar komið
fyrir í sýningarsölum Listasafnsins innan um önnur verk þess, en ávallt auðkennd
„Ur safni Markúsar Ivarssonar".
Með gjafabréfi í des. 1965 var gengið til fulls frá þessari veglegu gjöf og var safn
Markúsar ívarssonar síðan sýnt aftur í heild í maí 1966. Við það tækifæri gáfu
mæðgurnar til viðbótar stórt olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval „Sjá roðann
á hnjúkunum háu" frá 1931. Mjög sérstætt og merkilegt verk á listferli Kjarvals.
Safn Markúsar Ivarssonar er stærsta og ein merkasta listaverkagjöf, sem Listasafn
Islands hefur hlotið til þessa. Höfðingsbragur og framtakssemi þeirra mæðgna er
einstök og virðing þeirra og hlýhugur í garð Listasafns Islands er mikils metinn
en vandþakkaður. Sýning sú sem hér hefur verið efnt til er í senn þakklætis- og virð-
ingarvottur af hálfu Listasafnsins og jafnframt gefst almenningi enn tækifæri til að
sjá í heild hina rausnarlegu gjöf.
Selma Jónsdóttir.