loading/hleð
(1) Page [1] (1) Page [1]
GUÐMU;NDUR THO,R;S,TEINSSON listmálari f. 5. sept. 1891 — d. 26. júli 1924 Skömmu eftir hið sviplega fráfall Guðmundar Thorsteinsson barst það í tal milli nokkurra kunningja hans, að vel væri viðeigandi, að efnt yrði til sýningar á myndum hans, svo mikilli, að fengið yrði á einum stað yfirlit yfir hina fjölbreyttu listastarfsemi hans. — Er nú fyíirætlun þessi loks komin í framkvæmd. Með sýningu þeirri, sem hjer birtist almenningi, gefst mönn- um kostur á að kynnast öllum þáttum i list hans, hinum svip- hreinu landslagsmyndum, lotning og alvöru helgimyndanna, gáska og glettni teikninganna, hvort heldur þær eru tengdar við efni þjóðsagna, ellegar runnar frá hugmyndum og æfin- týrum hans sjálfs. Skylt er hjer að þakka þeim mörgu, er sýndu þá velvild og greiðvikni, að lána myndir sínar á sýningu þessa. — Þótt tek- ist hafi að fá hjer ágætan sýningarstað, reyndist rúmið því miður svo af skornum skamti, að eigi er hægt að koma öllum myndunum fyrir í einu, og var því það ráð tekið, að skifta um nokkurn hluta myndanna í miðjum sýningartíma, svo alt, sem safnast hefir af myndum, geti komið fyrir almenningssjónir.


Minningarsýning á myndum Guðmundar Thorsteinsson

Year
1926
Language
Icelandic
Pages
14


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Minningarsýning á myndum Guðmundar Thorsteinsson
http://baekur.is/bok/4ba448e2-c6a5-4b3c-97e6-6bbe97d812da

Link to this page: (1) Page [1]
http://baekur.is/bok/4ba448e2-c6a5-4b3c-97e6-6bbe97d812da/0/1

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.