loading/hleð
(8) Blaðsíða [6] (8) Blaðsíða [6]
Jón Engilberts er fæddur í Reykjavík 23. maí 1908. Hann var nemandi í einka- skóla Guðmundar Thorsteinssonar í Reykjavík 1921-—22 og við Samvinnuskól- ann 1925—26. Stundaði teikninám við Teknisk Skole í Kaupmannahöfn á árinu 1927 og við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928—31, og voru aðalkennarar hans Ejnar Nielsen og Aksel Jörgensen. A árunum 1931—33 stundaði hann nám við Listaháskólann í Osló og var aðalkennari hans þar Axel Revold. Jón Engilberts var búsetmr í Reykjavík 1933—34 og síðan í Kaupmannahöfn 1934—40, er hann fluttist alkominn heim til Islands. A þessu tímabili hélt hann nokkrar sýningar í Reykjavík m. a. 1929, 1930, 1934 og 1939. Á árunum 1934— 40 tók hann virkan þátt í dönsku listalífi og var m. a. kjörinn félagi í sýningar- hópnum Kammeraterne 1936 og í Grafisk Kunstnersamfund. Þegar heim kom 1940 varð hann kennari við Handíða- og myndlistarskóla Islands 1941—42 og 1948—49 og tók jafnframt þátt í félagsstörfum myndlistarmanna. Hann var ritari í Félagi íslenskra myndlistarmanna 1945—47, ritari Islands- deildar norræna listbandalagsins, í stjórn Bandalags íslenskra listamanna á sama tíma og formaður félagsins Islensk grafík. Verk eftir Jón Engilberts eru í mörgum einkasöfnum og opinberum listasöfnum víðsvegar um heim, til að mynda í Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn, Cincinnati Museum of Art, U.S.A., Colby College Art Museum, Maine, U.S.A. og Listasafni íslands. Jón Engilberts lést í Reykjavík 12. febrúar 1972.


Jón Engilberts 1908-1972

Ár
1975
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jón Engilberts 1908-1972
http://baekur.is/bok/5523eb8b-7d5e-4221-a4eb-7a2ee80f6d9f

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða [6]
http://baekur.is/bok/5523eb8b-7d5e-4221-a4eb-7a2ee80f6d9f/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.