loading/hleð
(11) Blaðsíða [9] (11) Blaðsíða [9]
yfirgnæfa ekki heildina, heldur eru lágstemmdir í gráum og brúnum tónum. Hér nær listamaðurinn bæði að beygja myndflötinn undir vilja sinn, og um leið gæða hann Ijóðrænu ívafi. Þetta er mjög mikilvægt því upp úr þessu greinast þessir tveir þættir og Hörður fer að vinna á tveimur vígstöðvum. Annars vegar fer hann út í hreinar formrannsóknir sem leiða hann út í optískar myndir, og hins vegar heldur hann áfram þeim Ijóðrænu abstraktsjónum sem hann hafði byrjað á um 1950. í hinum formföstu harðlínumyndum þaulreynir Hörður allar hugsanlegar samsetn- ingar, samspil og eðli grunnformanna. Síðar eru sömu myndir settar í lit og er litnum beitt til að ná ákveðnum skynáhrifum, svokallaðar optískar myndir. Helsti spámaður þessarar stefnu var Ungverjinn Victor de Vasarely sem búsettur var í París, og hitti Hörður hann þar á árunum 1955-56. Einnig hafði áhrif hið geómetríska flatarmálverk, sem þróaðist í Bandaríkjunum eftir 1960 undir forystu listamanna eins og Frank Stella. Hörður byrjaði að þreifa fyrir sér á þessu sviði þegar árið 1953, en það er ekki fyrr en 1955 að hann steypir sér út í þessar formrannsóknir er hann dvaldist í París. Þessar rannsóknir á forminu halda síðan óslitið áfram og ná hámarki er hann byrjar að nota límbönd árið 1971, en það efni hentaði mjög vel þessari ströngu myndbyggingu. Einnig verða áhrifin enn ópersónulegri og beinskeyttari en áður. En um leið fara verkin að fjalla meira um eðli litarins, hvernig hann nálgast og fjarlægist, allt eftir magni hans og stöðu. Þessar optísku myndir eru kaldar og reyna mikið á sjónina þar sem myndflöturinn dregst saman eða þenst út, en úr verður oft afar sterk hrynjandi og hreyfing. Útfærslan á þessum verkum krefst mikils aga og þolinmæði og þau hefta allar tilfinningar, því fær Hörður útrás í hinum Ijóðrænu abstraktsjónum sem hann vinnur samtímis að. Yfirleitt eru þetta litlar myndir, en hér er tjáningin óheft. Hér kynnumst við hinni hliðinni á Herði. Þessi verk eru flest í svart-hvítu en þó eru tímabil þar sem þau eru sett í lit til dæmis eftir 1957 en þá málaði hann mikið með olíulakki. Hér er liturinn óspart nýttur og litandstæðum teflt saman og oft er litnum sprautað á myndflötinn. Einnig notar Hörður gvass og tússblek. Yfir þessum abstraktsjónum er mikill léttleiki og eru þær bæði fíngerðar og kraftmiklar í útfærslu. Þær túlka einkum náttúrustemmningar, en einnig innri tilfinningu listamannsins. Hörður málar lítið upp úr 1965 vegna anna á öðrum sviðum, en í kringum 1970 fer hann að mála á ný, einkum á sumrin, og árin 1972-73 vinnur hann m. a. myndröðina um Mannssoninn, sem er myndaflokkur í sex einingum og var sýndur í Norræna húsinu 1972. Þar setur hann í hraunvegg, sem samsettur er úr smáeiningum í kúbískum stíl, flóknar skírskotanir úr trúarsögunni sem fjalla um Boðun lífs, Fæðingarhátíðina, Skírslu, Fagnaðarerindi, Píslarvætti og Maríu- bæn. Litir myndraðarinnar eru byggðir upp í ákveðinni stígandi í takt við þá


Hörður Ágústsson

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Hörður Ágústsson
http://baekur.is/bok/82a0e2c6-688b-4e52-9290-90ddda74a54d

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða [9]
http://baekur.is/bok/82a0e2c6-688b-4e52-9290-90ddda74a54d/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.