loading/hleð
(13) Blaðsíða [11] (13) Blaðsíða [11]
atburði er hver mynd greinirfrá, þannig að fyrstu myndirnar eru í blágráum tónum, Píslarvættið er í rauðum lit og Maríubænin í gylltum lit. Hörður gerir um þetta leyti ýmsar trúarmyndir og myndir settar saman úr smáeiningum og deplum sem skoða má sem undirbúning að þessu verki. Einnig hafði hann áður gert mjög expressjón- ískar trúarmyndir og smáeiningamyndir 1963-64 sem sýndar voru í Bogasalnum 1965, myndraðir sem enda í verkinu Mannssyninum. Hörður hefur alla tíð teiknað mikið og liggur eftir hann urmull af teikningum. í hans augum er teikningin aðalatriðið, undirstaða alls sem á eftir kemur. Hörður hefur borið það mikla virðingu fyrir teikningunni að hann hefur einn fárra listamanna okkar sýnt mikið af teikningum, m. a. voru eingöngu teikningar á sýningu hans í Ásmundarsal árið 1960. En listmálarinn Hörður Ágústsson hefur oft orðið að víkja til hliðar vegna starfa hans á öðrum vettvangi og þá einkum að rannsóknum á húsagerð fyrri tíma. Áhugi hans á eldri byggingum er mikill og hefur hann með teikningum sínum og úttektum á þeim bjargað miklu frá glötun og einnig dregið fram ómældan fróðleik. Þar að auki hefur Hörður unnið að bókagerð og auglýsingateiknun. Var hann einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri bókahönnun eins og tímaritið Birtingur ber merki um, er Hörður hannaði það í fyrsta skipti árið 1957. Hörður Ágústsson er einn þeirra listamanna sem hafa staðið vörð um menningar- arf þjóðarinnar og einnig hefur hann verið í flokki þeirra sem mestan vilja veg og framgang nútímalistar og menningar í landinu. Áhuga Harðar á húsagerðarlist má að vissu leyti skoða sem framhald þeirra formrannsókna sem listferill hans hefur einkennst af. Hörður hefur eytt stórum hluta starfsævi sinnar í hlutverki kennarans. Hann hefur haft áhrif á stóran hluta þeirra listamanna sem nú eru starfandi, mótað hugmyndir þeirra og afstöðu til lista. í hans augum á formhönnun að gerast í sem víðasta samhengi í kringum okkur og til þess að það megi takast þarf að miðla listinni. Bera Nordal


Hörður Ágústsson

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Hörður Ágústsson
http://baekur.is/bok/82a0e2c6-688b-4e52-9290-90ddda74a54d

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða [11]
http://baekur.is/bok/82a0e2c6-688b-4e52-9290-90ddda74a54d/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.