(2) Blaðsíða [2]
Listasafni íslands er það ánægja að efna til þessarar
sýningar á verkum Arngríms Gíslasonar jafnhliða út-
komu bókar dr. Kristjáns Eldjárns um listamanninn.
Með því vill safnið hvort tveggja í senn kynna almenn-
ingi þennan athyglisverða, en lítt þekkta listamann, og
heiðra minningu dr. Kristjáns, sem varði áralöngu starfi
til að rannsaka æviferil hans og list.
ÆVIÁGRIP
Arngrímur Gíslason fæddist í Skörðum í Reykjahverfi í
Suður-Þingeyjarsýslu hinn 8. janúar 1829. Foreldrar
hans voru Gísli Gíslason og fyrri kona hans Guðrún
Guðmundsdóttir. Amgrímur ólst upp hjá föður sínum og
var í heimahúsum fram að tvítugu.
Hann var alla ævi frábitinn búskap og öllu hans um-
stangi, en allt lék í höndum hans og sjálfsagt datt honum
í hug að leggja fyrir sig einhverja iðn. En menntun fékk
hann enga heima í Skörðum aðra en hinn venjulega
barnalærdóm. Um tvítugt fór Arngrímur suður til Reykja-
víkur og kom sér í kennslu hjá lærðum meistara í
rennismíði og dvaldist hjá honum 1850-51. Síðan var
hann við bókbandsnám hjá Grími Laxdal bókbindara á
Akureyri 1852-53 og fékk hjá honum sveinsbréf. En
með sveinsbréfinu er lokið undirbúningi Arngríms undir
lífið.
Þegar Arngrímur var í bókbandsnámi á Akureyri vetur-
inn 1852-53, kynntist hann Margréti Magnúsdóttur
sem varð fyrri kona hans. Hún var 16 árum eldri en
hann. Hún hafði siglt til Kaupmannahafnar og lært þar
saumaskap. Þau hófu húsmennsku á Geirastöðum við
Mývatn 1853, þar sem Gísli (Stóri-Gísli) bróðir Arngríms
var bóndi. Þar var faðir þeirra bræðra einnig í hús-
mennsku. Árið 1855 flytjast þau að Auðnum í Laxárdal
en 1860 fluttust þau á ný að Sveinsströnd í Mývatns-
sveit.
Benedikt Jónsson frá Þverá í Laxárdal, sem kynntist
Arngrími vel er hann bjó að Auðnum, er aðalheimilda-
maður um ævi og hagi Arngríms. Hefur hann lýst
ferðaslangri hans og staðfestuleysi við heimili sitt og
einnig fátæklegu lífi þeirra hjóna. Þau misstu þrjú börn,
en ein dóttir, Nanna Soffía, komst upp. Margrét, kona
Arngríms, dó 1868.
Eftir lát hennar virðist Arngrímur hvergi eiga fast heimili í
Þingeyjarsýslu. Hann vandi komur sínar á marga bæi,
t. d. Stóruvelli þar sem dóttir hans dvaldist þar til hún
giftist og fluttist til Ameríku.
Arngrímur felldi hug til Þórunnar Hjörleifsdóttur, prests-
dóttur á Skinnastað er hann dvaldist þar 1863-64 við
að mála og skreyta kirkjuna að innan. Eignaðist hún
með honum dóttur, sem lést á þriðja ári 1869. Þórunn
giftist Þórarni Stefánssyni á Skjöldólfsstöðum sama ár
og eignaðist með honum tvö börn, en varð ekkja 1870.
Fór hún þá að Tjörn í Svarfaðardal þar sem faðir hennar
var orðinn prestur. Arngrímur og Þórunn giftust 1876.
Þau eignuðust fimm börn. Fyrst bjuggu þau á Völlum
þar sem faðir hennar var prestur, en síðan í Gullbringu,
hjáleigu Tjarnar, frá 1884. Vegna mikilla þrengsla í
Gullbringu byggði Arngrímur sér málarastofu, fyrsta
”atelier“ á íslandi.
Þótt Arngrímur teldist vera í húsmennsku framan af og
ætti kindur og geitur var bókband og rennismíði helsta
Allt efni sýningarskrárinnar um Arngrím og verk hans er
sótt í bók dr. Kristjáns, með góðfúslegu leyfi fjölskyldu
hans og útgefanda bókarinnar. Listasafnið kann þeim,
svo og öllum sem lánað hafa verk á sýninguna, bestu
þakkir.
Selma Jónsdóttir
iðja hans. Einnig hneigðist hann ungur að tónlist og
málaralist, en sneri sér mjög að myndlistinni í kringum
1855-60.
Arngrímur gerði nokkrar útsýnismyndir, t. d. af brennu
Möðruvallakirkju, sem er fyrsta íslenska heimildamynd-
in. En mannamyndir hans eru fyrirferðarmestar og síðar
altaristöflur. Elsta varðveitta andlitsmyndin er af Gísla
(Skarða-Gísla) föður hans frá 1859.
Arngrímur átti bréfaskipti við Sigurð Guðmundsson
málara frá 1862 og leitaði tilsagnar hjá honum. En þótt
bréfaskipti þeirra væru strjál má með nokkrum sanni
segja, að Arngrímur væri nú kominn í bréfaskóla hjá
Sigurði málara. Síðasta bréfið er frá 1868. Einungis bréf
Arngríms eru varðveitt.
Arngrímur byrjar að mála á striga með olíulitum upp úr
1865. Myndir hans fram að þeim tíma eru fáar, en
fróðlegt er að athuga hvernig þær skiptast á árin. Áður
var sagt að myndin af Skarða-Gísla væri líklega frá
1859 og myndirnar af Methúsalem Magnússyni og
Jónasi Friðfinnssyni Bárðdal eru báðar merktar árinu
1860, auk þess má telja að myndin af séra Jörgen
Kröyer sé einnig frá því ári, þótt hún sé ekki ármerkt. Frá
árunum 1861 og 1862 eru engar ármerktar myndir til og
líklega engar ómerktar heldur. En eftir að bréfaskiptin
við Sigurð málara hófust er eins og líf færist í framleiðsl-
una. Frá 1863 eru tvær ármerktar myndir, einnig tvær
frá 1864, sex frá 1865, þrjár frá 1866, en aðeins ein frá
1867, ein frá 1868, alls engin frá 1869.
En þessar tölur sýna að Arngrímur tekur kipp að teikna
mannamyndir þegar bréfaskiptin við Sigurð málara
standa sem hæst. Síðan fer að draga úr áhuganum uns
hann steinhættir að teikna mannamyndir, seinasta
myndin er frá 1868 og eftir það er ekki vitað að hann hafi
teiknað nokkurn mann þar eystra. En aðeins fimm
mannamyndir teiknaði hann eftir að hann kom í Svarf-
aðardal, þar af þrjár 1876 og hina fjórðu 1879.
Það kemur berlega fram í bréfaskiptunum við Sigurð
málara að áhugi Arngríms blossar upp á málverki um og
upp úr 1865. Eftir það hefur hann hreint og beint misst
löngunina til að teikna mannamyndir í svörtu og hvítu,
en að sama skapi magnast þrá hans eftir að mála. Sú
löngun hefur sjálfsagt búið með honum lengi og reynt
hefur hann eitthvað smávegis að koma við litum í
útsýnismyndum sínum. En lengst af sjötta áratugarins
lætur hann sér nægja að vinna í svörtu og hvítu þangað
til allt í einu að hann hættir við þessa iðju og snýr sér af
brennandi áhuga að málverki með olíulitum, hvort sem
viðfangsefnið var mannsmynd eða altaristafla.
Ein nýjung kann að hafa dregið úr ánægju Arngríms að
teikna andlitsmyndir í svörtu og hvítu en það var
Ijósmyndavélin.
Elsta varðveitta olíumyndin er af Guðrúnu Þorsteins-