loading/hleð
(3) Blaðsíða [3] (3) Blaðsíða [3]
dóttur merkt pinx. 1870. Einnig eru myndirnar sex af Halldórsstaðafólkinu frá sama tíma. Þær voru uppruna- lega níu talsins. Þær eru merktar á bakhlið AG 1871, þó ekki af Arngrími sjálfum. Auk þessara málverka er ekki kunnugt um nema tvær málaðar myndir í Þingeyjar- sýslu, af Hraunkotshjónunum, Guðrúnu Jónsdóttur og Þorgrími Halldórssyni. Ekki eru þetta margar myndir á fimm ára tímabili, einkum þegar þess er gætt að hann er hættur að teikna blýants- og svartkrítarteikningar. En eitthvað var hann farinn að huga að altaristöflugerð og þótt fáar séu, bera þær vitni um framúrskarandi vandvirkni. Halldórsstaða- myndirnar með sínum dökka grunni en skæru litum á hörundi og sparifötum fólksins eru á sinn hátt fullgild listaverk og eiga engan sinn líka í íslenskri list. Seinna breytti Arngrímur svo nokkuð um stíl í mannamynda- gerð. Áður var á það minnst að fyrst eftir komu sína í Svarfaðardal hefur Arngrímur látið til leiðast að teikna nokkrar mannamyndir, þótt þá væri hann fyrir löngu hættur því í Þingeyjarsýslu. Aftur á móti hélt hann ótrauður áfram að mála mannamyndir og eru þekktar sex myndir sem hann málaði eftir 1876. Af myndunum eru fjórar af svarfdælskum bændum og tvær af konum á skautbúningi. Myndirnar af körlunum fjórum sýna að MYNDASKRÁ Altaristöflur 1 KRISTUR MEÐ KALEIK HINS NÝJA SÁTTMÁLA í HÆGRI HENDI EN UPPLYFTRI BLESSANDI VINSTRI HENDI, 1871-72 Olía, 105 x 92 Líklegt er að Einarsstaðataflan sé fyrsta tilraun Arngríms til að mála altaristöflu. Að efni til er hún skyldust andlitsmyndunum, sem hann var vanur að fást við, og því auðveldari viðfangs en aðrar töflur hans. Má ef til vill orða það svo að Einarsstaðataflan brúi bilið milli mannamynd- anna og altaristaflnanna. í kirkjunni á Einarsstöðum í Reykjadal. 2 KRISTUR BIRTIST MARÍU MAGDALENU, 1881 Olía, 122,5 x 93 Um töfluna segir Arngrímur í bréfi til Benedikts á Auðnum dags. í Gullbringu 1886: Aðra gjörði eg í Stykkishólms- kirkju, sem eg hugsaði að mestu sjálfur, þótti mér það skemmtilegra en að copiera. í kirkjunni í Stykkishólmi. 3 UPPRISAN, 1879 Olía, 112 x 84 Árituð í vinstra horni að neðan Eptir Ch. Vanloo en í hægra AGíslason Taflan er gerð eftir sömu fyrirmynd og taflan í Stærri- Árskógi og eftir henni hefur glataða Upsataflan einnig verið. I kirkjunni á Þverá í Laxárdal. Eigandi Jón Jónasson. Mannamyndir 4 ÁRMANN SVEINSSON (Manni) (1861 -1885), 1864 Blýantsteikning, 14x14 Árituð Ármann Sveinsson, myndaður 8 maí 1864 á 3. ári, en líklega er þetta ekki með hendi Arngríms heldur bætt við seinna. Á ská til vinstri neðan við myndina er áskrift hans Arngrímur Gíslason del. 1864. Arngrímur er farinn að beita annarskonar litasamsetn- ingu, horfinn frá hinum skæru andlitslitum og heldur sig við tilbrigðaminni gulleitan meginlit. Þetta á einnig við um myndina af Þorbjörgu Þórarinsdóttur, sem er ásamt myndinni af Guðrúnu Hjaltalín, líklega síðasta manna- mynd hans. Myndin af frú Hjaltalín er hinsvegar í skærum litum en ófullgerð. Líklega er breytingin í annan stíl, einkum í litbeitingu, þroskamerki. Arngrímur málaði 10 altaristöflur og eru 8 þeirra enn í kirkjum en tvær hafa glatast. Allar eru þær málaðar á seinni árum hans. Elsta altaristaflan er máluð 1871 eða 1872. Upp frá þessu koma svo málaðar myndir hver á fætur annarri, bæði mannamyndir og altaristöflur, þó þannig að nokkuð langt er á milli þeirra, einkum altaristaflnanna. í raun og veru hefur hann ekki farið að beita sér verulega við þær fyrr en hann var sestur um kyrrt vestur í Svarfaðardal. Það er fyrst á Völlum 1878, en þar hafði hann afnot af kirkjunni, að hann tekur til við altaristöflurnar svo að um munar. í febrúar 1887 var Arngrímur málari inni á Möðruvöllum í Hörgárdal til þess að hitta frú Hjaltalín og vinna að stóru málverki af henni. Það varð síðasta mynd hans. Á heimleið ofkældist hann og lagðist strax þegar heim kom í svæsinni lungnabólgu. Hann andaðist 21. febrúar eftir stutt en mjög hart helstríð. Gefin Þjóðminjasafni íslands 1930 af Friðriki Sveinssyni (Fred Swanson) i Winnipeg, syni Sveins Þórarinssonar. Mms. 4975. 5 ARNGRÍMUR GÍSLASON (1829-1887) Sjálfsmynd Blýantsteikning, 32.5 x 24.5 Áritun engin, myndin er sögð vera eftir Arngrím sjálfan. Gefin Þjóðminjasafni íslands af Andrési Johnson í Ásbúð 1963. Mms. 23272. 6 GUÐMUNDUR PÁLSSON (1836-1886), 1864 amtsskrifari, seinna sýslumaður, síðast í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu. Blýantsteikning, 37.3 x 25.5 Árituð Arngrímur Gíslason del. 1864. Gefin Þjóðminjasafni íslands af Sigríði Thorarensen 1939. Mms. 7482. 7 GUÐRÚN HJALTALÍN (1833-1903), 1887 skólameistarafrú á Möðruvöllum. Olía, 58 x 45 Áritun engin. Síðasta mynd Arngríms, ófullgerð. Gefin Þjóðminjasafni íslands af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1913. Mms. 265. 8 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR (1821-1896), 1871 húsfreyja á Halldórsstöðum í Laxárdal. Kona Þórarins Magnússonar bónda þar, sjá nr. 22 Olía, 39 x 30 Áritun engin, en á bakhlið A G 1871, trúlega skrifað seinna. Gefin Þjóðminjasafni íslands af Sveini Þórarinssyni, Hall- dórsstöðum 1922. Mms. 2597. 9 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR (1845-1914) húsfreyja í Hraunkoti í Aðaldal. Olía, 39.5 x 35.5


Arngrímur Gíslason

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Arngrímur Gíslason
http://baekur.is/bok/8514170a-aa46-4335-8fcf-649caff43583

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/8514170a-aa46-4335-8fcf-649caff43583/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.