loading/hleð
(3) Blaðsíða [3] (3) Blaðsíða [3]
óijam^ar^eó tir 1 Allir þekkja það, að segi maður einhverj- um það, sem manni liggur verulega á hjarta, þá er flestum óljúft, að það sé algerlega mis- skilið. En nú er öll list einhverskonar frá- sögn eða tjáning. Að því athuguðu virðist fullkomin þörf á því, að gerðar séu ein- hverjar tilraunir til þess að draga eitthvað úr þeim misskilningi, sem oft vill verða milli höfunda mynda og myndskoðenda. Má sjálf- sagt að einhverju leyti rekja þennan mis- skilning til þess, hve listin er orðin breyti- leg og óhefðbundin á vorum dögum. Öhlutkennd list og náttúrueftirlíking hafa þekkzt hlið við hlið og blandaðar saman i myndlistinni frá hennar fyrstu dögum. En sennilega hafa menn aldrei deilt jafn heitt um ágæti hvorrar tegundar fyrir sig sem síðustu áratugina. En þær deilur eru í mín- um augum sama eðlis og það, hvort sé betri brúnn eða rauður. Það liggur því í hlutar- ins eðli, að heggja þessara viðhorfa gætir á sýningu þessari. Eru þau ýmist strangt aðskilin eða þeim hlandað saman í sömu mynd. 1 eftrilíkjandi list eru þau tvö sjónarmið æfagömul, hvort lögmál myndarinnar eða lögmál náttúrunnar, sem myndin túlkar, eigi að ráða í myndinni. Hvort t. d. fjarvídd náttúrunnar (perspektiv) eigi algerlega að ofbjóða flatarverkun flatarins, eða mynd- flöturinn sé raunverulegri og þýðingarmeiri fyrir myndina sem sjálfstæðan hlut heldur en fjarvídd náttúrunnar. 1 eftirlíkjandi list verður jafnan að fara nokkuð bil beggja, því að ráði eiginleikar fyrirmyndarinnar alfarið, þá er liætt við að hið listræna verði að mestu fyrir horð borið. En sé lítið sem ekkert hirt um eðli og „kar- akter“ fyrirmyndarinnar, verða tengsli myndarinnar við fyrirmyndina svo lítil, að ýmsum finnst það hálfgert gabb að tengja nafn hennar við myndina, og að þá væri eðlilegra, að myndin væri algerlega óhlut- kennd mynd. Þetta bil beggja hef ég reynt að þræða í flestum tilfellum, eftir því sem mér hafa þótt efni standa til í hvert sinn. Þegar talað er um hreyfingu og kyrrð, kemur greinilega í ljós þessi mismunur, sem nefndur var hér að framan, milli eiginleika fyrirmyndarinnar annarsvegar og myndar- innar sem sérstaks hlutar hinsvegar. Báðar þessar tegundir hreyfingar og kyrrðar í myndum eru gömul fyrirbæri í myndlistinni. Þó hefur það verið mjög mismunandi, hvort væri meira áberandi á hverjum tíma, kyrrð eða hreyfing, eða með hvex-jum hætti þessir


Kristinn Pétursson

Ár
1946
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kristinn Pétursson
http://baekur.is/bok/b0cd852f-8ed9-430a-bfb3-ca26b7e740b6

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/b0cd852f-8ed9-430a-bfb3-ca26b7e740b6/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.