loading/hleð
(7) Blaðsíða [5] (7) Blaðsíða [5]
legan uppruna. Hún finnur til skyldleikans við báruna, blómið og barnið á íslandi, landslag hennar er dult og nrilt eins og feimin en hugðnæm áköllun úr fjarska erlendrar menningar, og þess vegna er hún alltaí nálæg Islandi, þó að úthafið sé á milli. List hennar er einlæg í fínleika sínum og fíngerð í einlægni sinni. Þar fer meira fyrir tóni vögguvísunnar en þrumurödd baráttuljóðsins, og hann slær konan tærastan af hörpustreng sálar sinnar í gleði og sorg, ást og heimþrá. Flestir málarar velja sér kjörsvið sérstaks héraðs eða landshluta. Svo er og um Júlíönu Sveinsdóttur. ísland hennar eru átthagarnir — Vestmannaeyjar. Þær rísa oft og fagurlega úr sæ í myndum hennar, og sá ægir er iðulega djúp endurminningarinnar. Þar talar náttúran við sjálfa sig, þegar Júlíana málar björgin, öldusogin og himininn. Stundum finnst manni óveður í nánd á þess- um myndum, þrátt fyrir hófsemina og fínleikann. En þetta rnunu áhrif af lífi og örlögum Vestmannaeyinga, sem alast upp og starfa í nábýli við feigð á hafi og í bjargi, en heyja baráttu sína æðrulaust og gera forlagatrúna að samkomu- lagi við máttarvöldin. Slík ósköp boðar málarinn í táknum. Og aðkenning þessa ríkir í Vestmannaeyjamyndum Júlíönu Sveinsdóttur. Þar eru hvorki til- lærð fagnaðaróp né ærslafengnir hlátrar, en alvara, dulúð og ábyrgð. Áhorfand- inn skynjar líf og örlög íólksins um leið og hann sér og nemur ásjónu og yfir- bragðs landsins í umhverfi brims og hranna og aðdynjandi sterkviðris. Margar þessar myndir Júlíönu eru áhrifaríkar í fegurð sinni og fagrar í áhrifamætti sínum. Þar er hún komin heim á söguslóðir upprunans. Og svo er skyldleiki Júlíönu við formæðurnar, sem unnu fyrir sér við vefn- að og hannyrðir með öðrum bústörfum. Viðleitni þeirra hefst í æðra veldi listrænnar hugkvæmni og tækni, þegar hún vefur teppi sín. Þar er fortíðinni komið þannig á framfæri við nútímann, að framtíðin hlýtur að telja hana verða athygli og eftirbreytni. Af þjóðlegri ræktarsemi sprettur ný list. Og Júlíana gerir meira en endurnýja gömul íslenzk menningarverðmæti. Hún hefnir konunnar, sem forðum daga felldi Jrrár og drauma, ást og örlög í hann- yrðir sínar, gleymdi stund og stað í vonlausri tilhlökkun og aðdáun, en lyfti hug sínum á flug yfir fjöll og lönd, þó að fótur hennar væri bundinn fjötri einangrunar og fátæktar. í myndvefnaði Júlíönu Sveinsdóttur rís íslenzk saga. Þar speglast forleikur tvísýnnar kvenréttindahreyfingar, sem nú er orðin sigur- sæl sjálfstæðisbarátta. HELGI SÆMUNDSSON.


Júlíana Sveinsdóttir

Ár
1957
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Júlíana Sveinsdóttir
http://baekur.is/bok/b96d666a-6741-4f6b-a1f9-de65308fce04

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða [5]
http://baekur.is/bok/b96d666a-6741-4f6b-a1f9-de65308fce04/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.