loading/hleð
(32) Page 30 (32) Page 30
30 Auk þcss að sjá um að fötin fari vel og að vanda sem mest allan útsaum á þeim og gæta þess, að uppdrættirnir sjeu sem rjettastir, þá er áríðandi að velja þá liti, sem vel eiga saman; um þetta er erfitt að gofa almennar reglur, því sitt á við hvað, en hver sem hefir nokkra almenna menntun og tilfinníngu fyrir því, sem vel fer á, mun með eptirtekt og aðgæzlu geta komizt hjá að setja saman þá liti, er illa eiga við. Snið. Nr. 1—5. Nr. 1 sýnir hiua rjettu beygíngu, sem á að vera á faldinum. Nr. 2, (sem gengur að nokkru leyti yfir nr. 1) er snið af hliðum faldsins; bezt er að búa sjer til eptir uppdrættinum pappasuið til að sníða eptir, enþegar sniðið cr, verður af ljerept- inu að ætla fyrir faldinuin að neðan og saumnum. far sem stafurinn \ er, skal byrja að setja miðstykkið í; þar fyrir neðan eru hliðarnar saumaðar saman. Nr. 3 er snið af miðstykkinu í faldinum, og verður þó að ætla umfram fyrir saumunum. J>að sýnir sömuleiðis lögunina á faldpappanum, sem brúkáður er, þegar ekki er hafður faldoir. Nr. 4 er uppdráttur af faldeirnum. Kúpan er mest neðst, við a, en fer minnkandi allt að b; þar fyrir framan er faldeirinn flatur. Nr. 5 sýnir hvcrnig leggja skal bakið á skauttreyjunni. Við x er miðjan á bakinu, og uppdrátturinn sýnir, hve langt skal vcra milli loggínganna. Kniplið, sem sýnt cr neðst, eða snúrur, sem hafa má í þess stað, á alstaðar að vera utan- með leggíngunum. Loggíngin á öxlinni, or liggur yfir saumnum, sjost hálf á uppdrættinum, og þarf hún eigi að ná nema til z, því þar fyrir ofan kemur hálsborðinn. Grískir uppdrættir. Nr. 6—24. Uppdrættir' þcssir cru forngrískir að uppruna, on sumir þeirra þó cf til vill frá austurlöndum; flestir þeirra hafa verið hafðir lijer á fyrri öldum og íinnast þeir bæði á ýms- um forngripum og í gömlum íslenzkmn handritum; með þeim, sem hríngaðir eru, táknuðu Grikkir sjávarbylgjur eða holskeflur.


Um íslenzkan faldbúníng

Year
1878
Language
Icelandic
Volumes
2
Pages
72


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Um íslenzkan faldbúníng
http://baekur.is/bok/baadfb0a-ee47-4d9e-aac7-5a353b8edd19

Link to this volume: Bók
http://baekur.is/bok/baadfb0a-ee47-4d9e-aac7-5a353b8edd19/1

Link to this page: (32) Page 30
http://baekur.is/bok/baadfb0a-ee47-4d9e-aac7-5a353b8edd19/1/32

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.