loading/hleð
(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
Jóhann Briem er fæddur að Stóra-Núpi í Árnessýslu 17. júlí 1907. Hann stundaði myndlistarnám á árinu 1922 hjá Jóni Jónssyni og hjá Ríkarði Jónssyni og Eyjólfi Eyfells 1927—1929. Jóhann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1927. Á árunum 1929—1931 stundaði hann nám við Akademie Simonsson- Castelli í Dresden og var kennari hans Woldemar Winkler. 1931 —1934 var hann nemandi við Staatliche Kunstakademie í Dresden og voru kennarar hans Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. Jóhann hélt sína fyrsm einkasýningu í Reykjavík 1934 og hefur síðan haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Jóhann rak myndlistarskóla í Reykjavík ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934— 1940 og var teiknikennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1936—1971. Jóhann hefur myndskreytt fjölda bóka og samið þrjár myndskreyttar ferða- bækur, Landið helga, Rvk. 1958, Milli Grænlands köldu kletta, Rvk. 1962 og Til Austurheims, Rvk. 1967. Jóhann Briem hefur tekið virkan þátt í félagssamtökum myndlistarmanna. Hann var formaður Bandalags íslenskra listamanna 1941 —1943 og einn af stofnendum Nýja myndlistarfélagsins 1952.


Jóhann Briem

Höfundur
Ár
1977
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jóhann Briem
http://baekur.is/bok/ca63b5ec-362f-4521-821e-a90b1fb9b9d0

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
http://baekur.is/bok/ca63b5ec-362f-4521-821e-a90b1fb9b9d0/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.