loading/hleð
(2) Blaðsíða [2] (2) Blaðsíða [2]
í nær hálfct öld hefur Ásgrímur Jónsson unnið sitt glæsi- lega starf í þágu íslenzkrar myndlistar. Þótt hann sé ekki fyrsti Islendingurinn, sem lagði út á þessa braut, er hann samt faðir málaralistarinnar á Islandi fremur en nokkur ann- ar. Enginn íslenzkur listamaður hefur náð til þjóðarinnar í heild í jafn ríkum mæli og hann og enginn annar haft slík áhrif á þróun listarinnar né skoðanir þjóðarinnar í þessum efnum. Hvar sem farið er um byggðir landsins, mætir maður verkum hans, engu síður hjá efnaminna fólki en á heimilum ríkismanna. Og margar af fegurstu myndum hans eru geymd- ar í afskekktum sveitakirkjum. Ásgrímur hefur ekki hirt um það, hvort verk hans séu varðveitt, þar sem fáir fara eða þar sem þúsundir ganga um, og því er erfitt að fá yfirlit yfir starf hans í heild. List Ásgríms er innileg og yfirlætislaus. Þótt hið ytra íorm í verkum hans hafi nokkuð breytzt frá elztu myndum til hinna yngstu, er tilgangur þeirra og innihald hið sama. Æskuverk hans bera keim af raunsæisstefnu 19. aldarinnar, en á síðari árum hefur hann náð þeirri dirfsku í meðferð lita, sem ein- kennir þessa öld. En í öllum verkum Ásgríms kemur fram hin næma tilfinning listamannsins fyrir íslenzkri náttúru með öll- um sínum veðrabrigðum. Við finnum ilm af grænu sumri og óhugnan vetrarnæturinnar, þar sem djákninn á Myrká reiðir unnustu sína á dauðum hesti. Ásgrímur er sannur íslendingur og viðhorf hans til hinna fjölbreyttu verkefna er fengið heim- an að, þótt formið í myndum hans hafi að nokkru leyti þróazt fyrir áhrif frá erlendri list. Ennþá málar hann fjöllin með sama svip og hann gerði í upphafi, og gleði hans yfir fjallablám- anum og sólskininu er söm og þá. Á þessu ári átti Ásgrímur Jónsson 70 ára afmæli. í tilefni af því efnir Fólag íslenzkra myndilstarmanna til þessarar sýn- ingar, sem á að gefa nokkurt yfirlit yfir starf hans.


Ásgrímur Jónsson

Ár
1946
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
8


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ásgrímur Jónsson
http://baekur.is/bok/cc31bff2-db18-4741-917e-a77ca9b91146

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða [2]
http://baekur.is/bok/cc31bff2-db18-4741-917e-a77ca9b91146/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.