loading/hleð
(9) Blaðsíða [7] (9) Blaðsíða [7]
ÁSMUNDUR SVEINSSON (1893-1982) Ásmundur Sveinsson er fæddur aö Kolsstöðum í Miðdölum 20. maí 1893. Hann stundaði nám í tréskurði hjá Ríkarði Jónssyni og í Iðnskóla íslands 1915-19 og lauk þaðan sveinsprófi í þeirri grein. Sama ár hélt hann utan til Kaupmannahafnar og hóf nám í einkaskóla Viggo Brandts og Teknisk Skole og var þar í eitt ár. Árið 1920 innritaðist Ásmundur í Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi og lauk þaðan burtfararprófi árið 1926. Aðalkennari hans þar var Carl Milles. Að loknu prófi fór Ásmundur til Parísar og hélt þar áfram námi í höggmyndalist, m. a. hjá hinum þekkta myndhöggvara Charles Despiau. Áður en Ásmundur sneri heim til íslands, dvaldist hann á Ítalíu og í Grikklandi á árinu 1928. Ásmundur tók þátt í fjölda sýninga, bæði innanlands og utan en fyrstu sýningu sína hér heima hélt hann vorið 1930 í Arnarhvoli. Myndir hans voru á heimssýningunni í New York árið 1939, á Biennale í Feneyjum 1960 og heimssýningunni í Montreal 1967. Mörg verk Ásmundar prýða Reykjavíkur- borg og ýmsa staði úti á landi. Ásmundur byggði hús yfir sig og verk sín við Sigtún í Reykjavík og er þar nú safn við hann kennt. Yfirlitssýning var haldin á verkum hans í Listasafni íslands árið 1973. Leiðrétting á bls. 4 Ásmundur Sveinsson Tónar hafsins, 1950


Höggmyndir /

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Höggmyndir /
http://baekur.is/bok/dd9446f3-918f-4bd8-af28-276c65250204

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða [7]
http://baekur.is/bok/dd9446f3-918f-4bd8-af28-276c65250204/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.