loading/hleð
(3) Blaðsíða [1] (3) Blaðsíða [1]
Anna Sigurðarðóttir: Ártöl og áfangar í SÖGU ÍSLENSKRA KVENNA Heimilda er víðast getið. Öll lðg eftir 1874 er aö finna í Stjórnartíð- indum og oftast í lagasöfnum um gildandi lög á hverjum tíma. 1746 Prestum er bannað með lögum að gifta fólk, sem hefur ekki fengið uppfræðslu í kristindóminum, og að minnsta kosti verður annað hjónanna að geta lesið á bók (Tilskipun 3. júní 1746. Lovsamling for Island, útg. 1853). 1736 Prestar fá ströng fyrirmæli um að sjá um, að öll börn læri til að lesa, og að lokum er algjört bann við að ferma ólæs börn, að 1760 viðlögðum hempumissi. (T.d. tilskipun 13. jan. 1736 og athuga- semd í sambandi við tilskipun 10. apríl 1760 í Lovsamling for Island). 1760 í erindisbréfi 19. maí 1760 til Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á íslandi, er honum gert skylt að veita ljósmæörum tilhlýðilega fræöslu í ljósmóðurlist. (Lovsamling for Island og Ágrip af sögu ljósmæðrafræðslu og ljósmöeðrastéttar á íslandi eftir Sigurjón Jónsson, 1959). 1800 Fyrsta bókin eftir íslenzka konu, Mörtu Maríu Stephensen, gefin út: Einfaldt matreidslu vasa-qver. 1850 Dætrum veittur sami erfðaréttur og sonum 25. sept. 1850: "Eftir þenna dag skal mismunur sá, sem eftir dönsku og norsku laga 5-2-29 skyldi vera á arfahlutum karla og kvenna, vera aftekinn á landi Voru íslandi." (Lovsamling for Island, útg. 1868). 1869 Fyrsta kvenfélag, sem sögur fara af á íslandi, var stofnað að Ási í Hegranesi í Skagafirði 1869: Kvenfélag Rípurhrepps. (Samtök skagfirskra kvenna 100 ára, 1969 - Húsfreyjan, 4. h. 1969). 1874 Kvennaskólinn í Reykjavík eftir langan aðdraganda. (Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974). Kvenfélagiö í Svínavatnshreppi var stofnað 25. nóv. 1874. Félag- inu var ætlað "að efla alls konar framför kvenna". Félagið veitti vinnukonum jafnt sem húsfreyjum verðlaun fyrir vel unnin verk, t.d. fyrir vefnað og prjón, og jafnvel fyrir smjör og osta. (HÚsfreyjan, 3. tbl. 1967). 1875 Thorvaldsensfélagið var stofnað í Reykjavík 19. nóv. 1875. (Thorvaldsensfélagið 70 ára - Minningarrit 1946). 1876 Fyrsta ljóðabók eftir konu á íslandi gefin út á Akureyri: Stúlka - eftir Júlíönu Jónsdóttur. (Sýningarskrá Afmælissýningar K.R.F.Í. 1957). 1882 Konur, sem eiga með sig sjálfar, fá kosningarrétt, sbr. lög nr. 10 12. maí 1882, 3. grein: "Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningarrétt, þegar kjósa á í hrepps- nefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum, ef þær eru 25 ára og að öðru leyti fullnægja þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum réttindum."
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Kápa
(38) Kápa
(39) Kvarði
(40) Litaspjald


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
38


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
https://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [1]
https://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.