loading/hleð
(39) Page 33 (39) Page 33
Ö0jgden kun de vigtigste Alfareveje". Á kortinu sýnir hann tvær meginleiðir um Rangárvelli og liggur önnur frá Breiðabólstað, hjá Stórólfshvoli að Eystri Rangá, skammt fyrir ofan Móeiðarhvol, og þaðan um Odda, nánast í beina stefnu á Sandhólaferju og var farið yfir Rangá ytri alllangt fyrir sunnan Hrafntóttir og síðan fyrir ofan eða norðan Þykkvabæ um Safamýri og áfram fyrir sunnan Hrútsvatn til Sandhólaferju. Hin leiðin liggur samkvæmt kortinu umÆgissíðu og Kálfholt til Egilsstaðaferju.1 Fáein dæmi má finna frá siðskiptum og síðar um ferðir manna til Odda. Jón Egilsson segir frá því í Biskupaannálum sínum að Diðrik af Minden, fógeti á Bessastöðum, hafi farið þaðan yfir Ölfusá hjá Kotferju á leið sinni til að taka klaustrin í Skaftafellsþingi. Þá á hann að hafa fengið þá hugmynd skyndilega að bregða sér í Skálholt en sagði tveimur fylgdarmönnum sínum að þeir skyldu halda áfram austur í Odda og bíða sín þar.2 Þetta má skilja þannig að Oddi hafi verið í leið þeirra frá Kotferju til klaustranna. Sveinn Pálsson læknir fór úr Viðey áleiðis austur að Hlíðarenda í júní árið 1793 og lá leið hans um Odda.3 Skoski aðalsmaðurinn George Stewart Mackenzie var staddur á Hlíðarenda árið 1810 þegar hann ákvað að hraða för sinni til Reykjavíkur. Hann fór þá fram hjá Breiðabólstað og niður í Odda og síðan að Sandhólaferju, í meginatriðum sömu leið og Bjöm sýnir á korti sínu. Er ekki að sjá að hann hafi átt neitt sérstakt erindi til Odda enda var prestlaust þar. Þegar hann var í Odda, kom þangað hraðboði sem sendur hafði verið frá Reykjavík til að færa honum bréf.4 Ekki kemur fram að hraðboðinn hafi lagt leið sína í Odda af því að hann hafi frétt að Mackenzie var staddur þar heldur mun hann einfaldlega hafa farið þangað af því að þar lá þjóðleið. Af þessu má marka að Oddi var í þjóðbraut en það breyttist á næstu áratugum, eins og síðar skal greint frá. Leið Þorláks biskups úr Eyjum upp á Rangárvelli Þegar sleppir korti Bjöms og lýsingu Mackenzies, er fátt glöggra ritheimilda um þjóðleiðir á Rangárvöllum fyrir 1840. Til að styðja þá skoðun að Oddi hafi h'ka legið í þjóðbraut á þjóðveldistíma verður fyrst fyrir að líta nánar á frásögnina um Þorlák biskup. Hann var að koma úr Eyjum neðan og ætlaði upp á Rangárvelli. Hvar voru Eyjar? í Sturlungu segir frá því að Sturla Sighvatsson 1- Haraldur Sigurðsson, Kortasaga íslandsfrá lokum 16. aldar til 1848 (1978), bls. 256-7 (myndblað 39), sbr. bls. 242 og 245. Sbr. og hcr bls. 32. 2- Biskupa-annálar Jóns Egilssonar . (Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmenta I, 1856), bls. 69. Sbr. og Ritgjörð Jóns Gizurarsonar um siðaskipta tímana. Sama rit, bls. 665. 3. Sveinn Pálsson, Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbœkur og ritgerðir 1791-1797. (1945), bls. 193- 9. Sveinn kom við á prestsetrinu Gaulverjabæ og átti í vandræðum með að rata þaðan austur að Þjórsá, ókunnugur og án leiðsagnar, en komst loks að ferjustaðnum Egilsstöðum, eftir erfiða ferð. Sama rit, bls. 196-7. 4. George Steuart Mackenzie, Travels in the Island of Iceland during the Summer of the Year MDCCCX (1811), bls. 259-61. Sbr. Henry Holland, Dagbók í íslandsferð 1810 (1960), bls. 249- 52. Mackenzie mun hafa stuðst við dagbók Hollands, sbr. Dagbók í Islandsferð 1810 (1960), bls. 17.
(1) Front Board
(2) Front Board
(3) Front Flyleaf
(4) Front Flyleaf
(5) Front Cover
(6) Front Cover
(7) Page 1
(8) Page 2
(9) Page 3
(10) Page 4
(11) Page 5
(12) Page 6
(13) Page 7
(14) Page 8
(15) Page 9
(16) Page 10
(17) Page 11
(18) Page 12
(19) Page 13
(20) Page 14
(21) Page 15
(22) Page 16
(23) Page 17
(24) Page 18
(25) Page 19
(26) Page 20
(27) Page 21
(28) Page 22
(29) Page 23
(30) Page 24
(31) Page 25
(32) Page 26
(33) Page 27
(34) Page 28
(35) Page 29
(36) Page 30
(37) Page 31
(38) Page 32
(39) Page 33
(40) Page 34
(41) Page 35
(42) Page 36
(43) Page 37
(44) Page 38
(45) Page 39
(46) Page 40
(47) Page 41
(48) Page 42
(49) Page 43
(50) Page 44
(51) Page 45
(52) Page 46
(53) Page 47
(54) Page 48
(55) Page 49
(56) Page 50
(57) Page 51
(58) Page 52
(59) Page 53
(60) Page 54
(61) Page 55
(62) Page 56
(63) Page 57
(64) Page 58
(65) Page 59
(66) Page 60
(67) Page 61
(68) Page 62
(69) Page 63
(70) Page 64
(71) Page 65
(72) Page 66
(73) Page 67
(74) Page 68
(75) Page 69
(76) Page 70
(77) Page 71
(78) Page 72
(79) Page 73
(80) Page 74
(81) Page 75
(82) Page 76
(83) Page 77
(84) Page 78
(85) Page 79
(86) Page 80
(87) Page 81
(88) Page 82
(89) Page 83
(90) Page 84
(91) Page 85
(92) Page 86
(93) Page 87
(94) Page 88
(95) Page 89
(96) Page 90
(97) Page 91
(98) Page 92
(99) Page 93
(100) Page 94
(101) Page 95
(102) Page 96
(103) Page 97
(104) Page 98
(105) Page 99
(106) Page 100
(107) Page 101
(108) Page 102
(109) Page 103
(110) Page 104
(111) Page 105
(112) Page 106
(113) Page 107
(114) Page 108
(115) Page 109
(116) Page 110
(117) Page 111
(118) Page 112
(119) Page 113
(120) Page 114
(121) Page 115
(122) Page 116
(123) Page 117
(124) Page 118
(125) Page 119
(126) Page 120
(127) Page 121
(128) Page 122
(129) Page 123
(130) Page 124
(131) Page 125
(132) Page 126
(133) Page 127
(134) Page 128
(135) Page 129
(136) Page 130
(137) Page 131
(138) Page 132
(139) Page 133
(140) Page 134
(141) Page 135
(142) Page 136
(143) Page 137
(144) Page 138
(145) Page 139
(146) Page 140
(147) Page 141
(148) Page 142
(149) Page 143
(150) Page 144
(151) Page 145
(152) Page 146
(153) Page 147
(154) Page 148
(155) Page 149
(156) Page 150
(157) Page 151
(158) Page 152
(159) Page 153
(160) Page 154
(161) Page 155
(162) Page 156
(163) Page 157
(164) Page 158
(165) Page 159
(166) Page 160
(167) Page 161
(168) Page 162
(169) Page 163
(170) Page 164
(171) Page 165
(172) Page 166
(173) Page [1]
(174) Page [2]
(175) Back Cover
(176) Back Cover
(177) Rear Flyleaf
(178) Rear Flyleaf
(179) Rear Board
(180) Rear Board
(181) Spine
(182) Fore Edge
(183) Scale
(184) Color Palette


Gamlar götur og goðavald

Year
1989
Language
Icelandic
Pages
180


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Gamlar götur og goðavald
https://baekur.is/bok/f80d9a98-1bc6-464b-ae79-e87454b4431a

Link to this page: (39) Page 33
https://baekur.is/bok/f80d9a98-1bc6-464b-ae79-e87454b4431a/0/39

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.