loading/hleð
(11) Page 7 (11) Page 7
7 aÖ ofurselja f>að holdi og heimi, með f»ví að gjöra f>að að eldsneyti girnda ogginnínga, látum Jiað ekki bera oss ofurliða, en fædum það og nærum til þjónk- unar sínum rétta lierra, og sækjum með þvi fjársjóðu andans úr filsnum vitskunnar, og lyptum með því anda vorum í hæðirnar, hvert hann stefnir; þar til var það gefið, þar til skal það og brúkast. Lifið er veikt og fallvalt — hljótum vér allir að liugsa — vinnum þvi meðan dagur er, nóttin kemur og með henni er vinnutíminn úti, en dagurrennur eptirþessa nótt, eða eyða nóttin og svefnin lífinu, endurlífga þau það ekki miklu fremur? og mundi þá ekkijmeð nýum degi verða tekið þar til vinnu, sem áður var hætt? mundi ekki rétt og sönn brúkun hins undan- farna dags verða hverjum holl og heillarík? mundi ekki vanrækt hans og vanhirðíng eða vanbrúkun, verða hverjum hættuleg og háskaleg. Dauða atvik- in tála þetta við oss; látum oss því tala það aptur hvor við annan. En stundin er nú þegar komin, að þú, framliðni æskumaður! verður borinn frá oss úr liúsi þessu, til guðs húss, þar sem vér mununi heyra orð trúar innar og vonarinnar hjá orðsins kennara, sem eiga við hinar aðrar tilfinníngar Iijarta vors, er vakna í hverri mannlegri sálu við andlát meðbræðra sinna. Vér fylgjum þér þángað, og enn þaðan til hvíldar- staðar þíns og hveríúm siðan aptur til starfa vorra. En vér berum þér þó hér í einum amla og í einu liljóði saknaðarkveðju vora — sælan búi með anda þínum; friðurinn hvíli yfir moldurn þinum!


Ræður haldnar við útför skólapilts Stepháns Guðnasonar frá Ljósavatni.

Author
Year
1848
Language
Icelandic
Keyword
Pages
24


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ræður haldnar við útför skólapilts Stepháns Guðnasonar frá Ljósavatni.
https://baekur.is/bok/c23dd84a-73f9-4b3f-8c37-9946f4d3b257

Link to this page: (11) Page 7
https://baekur.is/bok/c23dd84a-73f9-4b3f-8c37-9946f4d3b257/0/11

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.