(3) Page [3]
Þetta er þriðja sýningin, sem félag áhugamanna hér
efnir til, en með nokkrum öðrum hætti en þær fyrri og
þá fyrst og fremst að því leyti, að áhugamenn í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð taka þátt í henni.
Þá hefur próf. Magnús Jónsson einnig gert okkur þá
ánægju, að vera gestur okkar, en hann hefur frá æsku-
árum iðkað myndlist af áhuga. Svipaðar samsýningar
voru haldnar á síðasta ári á Jótlandi og í Oslo. Til-
drögin ern þau, að áhugamenn um myndlist á Norður-
löndum hafa rætt um að stofna til samtaka, en tilgang-
urinn er fyrst og fremst sá, að auka þekkingu þeirra,
sem fást við myndlist sér til ánægju, glæða áhugann fyr-
ir að gera sem bezt og læra janframt að meta góða list
og njóta hennar, en það er ekki veigaminnsta atriðið.
Þetta hefur orðið okkur mikið ánægjuefni og til hvatn-
ingar, en við viljum, eins og félagar okkar erlendis,
vinna að almennri fræðslu til betri skilnings á mynd-
list og er ekkert yfirlæti falið í þeirri frómu ósk. Við
höfum þá að sjálfsögðu fyrst leitað tl góðra listamanna
um aðstoð og kunnum þeim þakkir fyrir ágætar undir-
tektir og liðveizdu.
MYNDLISTAFÉI.AG ÁHUGAMANNA