loading/hleð
(27) Blaðsíða 23 (27) Blaðsíða 23
23 þó munt garpurinn1 elilá um alt auðnusterkur2 verða«. 2. r., 24. v.: »Se elc þat fyri, kvað sjólinn glaðr, svá mun œfin líða, þií munt, HeJgi, þrautamaðr þiklija frægur3 víða«. Eg verð hér að tala um hið nafnkunna kvæði Lilju. Höfundr þessa kvæðis er bróðir Eysteinn Ásgrímsson, munkr í þykkvabœj- arklaustri. Er þessgetið í annálum árið 1343, að Eysteinn ogtveir mnnkar aðrir hafi verið handteknir, af því þeir höfðu barið á |»or- láki ábóta sínum; var Eysteinn settr í hálsjárn. Síðar varð hann munkr á Helgafelli, og skipaðr þar officialis 1349. Árið 1353 segja íslenzkir Annálar (á 284. bls.) að orðið hafi mikið sundrþykki meðal Ólafs hirðstjóra og herra Gyrðs biskups og bróður Eysteins, og hafi þeir átt fjölmennan sáttarfund í Skálaholti, næstadng fyrirfor- láksmessu,og orðið sáttir að ka.lla. Árið 1354 var Eysteinn 21. júlí með Gyrði biskupi að Felli í Kollafirði (Kirkjusaga Finns biskups, II 108; Espól. Árb.). Árið 1355 fór hann utan (fsl. Ánn.). Árið 1357 komu þeir út síra Eyjólfr Brandsson, kórsbróðir í Niðarósi, og bróðir Eysteinn. Yóru þeir sliipaðir af Olafi erkibiskupi visi- tatores á Islandi. Fóru þeir yfir alt land, og urðu þá nokkurar greinir millum þeirra og Gyrðs biskups, en 1358 varð fjandskapr- inn svo mikill milli Gyrðs biskups og Eysteins, að biskup bjóst til utanferðar. »Setti Eysteinn biskuþi stefnu til Erkibiskups, enbisk- up lýsti banni yfir bróður Eysteini, hafði hann ok ætlat at sigla með biskupi til Noregs. Gekk bróðir Eysteinn litlu síðar til handa ok sættust at fullu. Herra Gyrðir skipaði bróður Eysteini officialis starf um Vestfjörðu« (ísl. Ann.). f»að var árið 1359, því þá ætlaði biskup utan. Bróðir Eysteinn fór utan 1360, lendi við Hálogaland mjög seint um haustið og voru skipverjar mjög að þrotum komnir (ísl. Ann., 300. bls.). Hann kom til Elgisetrs í þrándheimi nær kyndilmcssu (2. febrúar 1361), en andaðist á langaföstu samavetr. Einn annáll segir um Eystein við árið 1357: »J»essi Evsteinn var vel mentr maðr. Hann diktaði þat loflega kvæði Lilju til uppreistar ok iðrunar, eptir þat hann hafði áðr nítt biskup Gyrð«, Finnr biskup og Jón Espólín tala og við árið 1358 um, að hann hafi ort 1 — 2) Svo prentaí) í GhM., en liit) fyn-a or’b má lesa garprinn. 3) f r æ g r í GhM.


Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku

Ár
1863
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku
https://baekur.is/bok/15a4fa01-83ec-41b7-9938-ef80e7ed51fe

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 23
https://baekur.is/bok/15a4fa01-83ec-41b7-9938-ef80e7ed51fe/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.