loading/hleð
(3) Blaðsíða [1] (3) Blaðsíða [1]
Markús ívarsson hefur tvímælalaust unnið sér virðingarsess í íslenskri myndlistar- sögu 20. aldar. Varla mun það þó hafa vakað fyrir honum þegar hann fór að kaupa íslenska myndlist upp úr 1920. Hann keypti listaverk fyrst og fremst af áhuga á fögrum listum og af meðfæddri þörf fyrir að hafa góð verk fyrir augum. A heim- ilinu gat hann og fjölskylda hans og vinir notið þeirra, lært að meta þau og þroskað listasmekk sinn. Markús hafði mjög náin persónuleg kynni af fjölda íslenskra lista- manna, fylgdist vel með starfi þeirra, oft frá upphafi, og gladdist yfir þeim þroska, sem þeir náðu. Hann keypti ósjaldan myndir frá öllum þeirra þróunarskeiðum og mun hafa eignast um 200 listaverk, þegar hann lést 23. ágúst 1943. Markús ívarsson keypti ekki aðeins listaverk til að eignast þau, heldur einnig til að styrkja listamenn, sem margir hverjir áttu erfitt uppdráttar á þessum tímum. Hann var nákunnugur mörgum þeirra, vissi og fann hvenær og hvar skórinn kreppti og var alltaf tilbúinn að styrkja þá með ráðum og dáð. Kristín Andrésdóttir eiginkona Markúsar tók einnig þátt í þessu áhugamáli manns síns og hvatti hann fremur en latti til listaverkakaupa. Margir af þekktustu mynd- listamönnum okkar voru heimilisvinir þeirra hjóna. Heyrði ég marga listamenn tala með virðingu og þakklæti um þau hjónin Kristínu og Markús, og margar skemmtilegar sögur sögðu þeir um góða og örvandi viðkynningu við þau. Eftir að safnið var orðið svo stórt og fjölbreytt hafði Markús ívarsson mikinn hug á því að fleiri mætm njóta þess. Ákvað hann skömmu fyrir andlát sitt að Lista- safn Islands skyldi eignast hluta af því. Mun hann hafa haft tvennt í huga, að efla


Listasafn Íslands

Ár
1977
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
8


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Listasafn Íslands
https://baekur.is/bok/38ab2c2a-c6a3-4079-a460-6b77bd5db061

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [1]
https://baekur.is/bok/38ab2c2a-c6a3-4079-a460-6b77bd5db061/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.