loading/hleð
(7) Blaðsíða 3 (7) Blaðsíða 3
FORMÁLl Söngur er flestum heilbrigðum börnum jafneðlileg og sjálfsögð tjáning og leikur og hreyfing, encla er þetta þrennt oft nátengd í athöfn barnsins. Það barn, sem ekki fœr tcekifœri til að tjá hugarástand sitt og reynslu af nánasta umhverfi í Ijóðum ,og söng, fer mikils á mis í uþþvextinum. Slík vanrœksla af liálfu uþpalandans verður naumast bœtt síðar. Það er og vitað, að þróun tónrænna hæfileika þarf að tengjast almennum þroskaferli mannsins í bernsku og æsku, ef þeir eiga siðar að fá notið sín. Á vörum okkar íslendinga eru fá barnalög og fátt söngva, sem eru að efni og byggingu í samræmi við eðlilegan söng- hátt barnsins eða vel til þess fallin að leggja grundvöll að tónvisi þess. Vöntun á söngbók með lögum af þessu tagi hef- ur mjög hindrað framþróun skólasöngsins hér á landi. Hefti þessu er ætlað að bæta úr brýnustu þörfinni á slíkri bók. Lögunum er raðað á kerfisbundinn hátt, og svo er til ætlazt, að bókin verði notuð i 7—10 ára deildum barnaskóla og nótnalestur kenndur jafnhliða. Efni laganna nær yfir fimmtónastigann (þentatonik) og dúrtónstigann, en að auki eru fáein lög i moll og kirkjutóntegundum. Ekki er ætlazt til þess, að kennarinn bindi sig við tóntegund hvers lags, eins og það er ritað i bókinni, heldur breyti tónhæð eftir þörfum til að þjálfa tónsvið nemendanna sem bezt, en með þeirri aðferð, sem hér liggur til grundvallar, verður tónflutningur strax auðveldur. Ef blokkflauta er notuð við kennsluna, geta nemendurnir t. d. leikið lögin i F-dúr eða C-dúr, þótt þau standi i annarri tóntegund í bókinni. Fyrir þremur árum voru lög þessi gefin út fjölrituð. Það uþplag er nú með öllu þrotið, og birtist bókin hér i nýjum búningi. í þeirri trú, að aðeins hið bezta sé börnunum nógu gott, var reynt að vanda til útgáfu hennar eftir föngum, en það hefur að sjálfsögðu haft mikinn kostnað i för með sér. Dr. Róbert A. Ottósson las handrit bókarinnar, og þeir Björn Franzson og Óskar Halldórsson, cand. mag., lásu eina próförk hvor af texta hennar. Þeim votta ég öllum beztu þakkir fyrir góðar bendingar, svo og öðrum, ónefndum, sem á einn eða annan hátt hafa stuðlað að útgáfu bókarinnar. Með útgáfu þessari vil ég einnig minnast látins vinar mins, dr. Heinz Edelstein, en án brautryðjendastarfs hans væri bók þessi ekki til orðin. Það er staðreynd, sem of fáum er enn Ijós, að skólarnir valda mestu um framtíð islenzkrar tónlistar. Von mín er sú, að bók þessi verði íslenzkum skólasöng til eflingar og framhald hennar geti birzt, áður en langt um líður. Megi söngvar þessir verða yngstu söngyurunum til gleði og gagns. Reykjavfk í des. 1960. INGÓLFUR GUÐBRANDSSON
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Saurblað
(54) Saurblað
(55) Band
(56) Band
(57) Kjölur
(58) Framsnið
(59) Kvarði
(60) Litaspjald


Fimmtíu fyrstu söngvar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fimmtíu fyrstu söngvar
https://baekur.is/bok/48ccc743-3090-46ae-844f-a41b14d563ff

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/48ccc743-3090-46ae-844f-a41b14d563ff/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.