loading/hleð
(8) Blaðsíða 12 (8) Blaðsíða 12
12 Jn-eyttu aldrei fjclaga J)inn ineð því að tala of lengi, cða of opt. ^ Sá er einn fær um að stjórna, sem hef- ur lært að hlýða. \. Sá sem okki vill missa af lirósi, sýnir að hann í rauninni er ekki hrósverður; og sjálfsþótti er viss förunautur fávizku. Sannleiki er oss meðfæddur; og með því að hafna sannsögli ofbjóðum vjer eðli vora. Tungan er eins og skeiðhestur, sem hleypur því harðar, sem liann liefur ljett- ara að bera. Orð eru skuggar verkanna, og málsnildin prýði hvorutvcggja. það er trúin ein, sein vcitir sanna hug- svölun í sorg, og kennir rjetta sjálfsaf- neitun. \ Aðfyndni alvörugefins vinar er betri en skjall sættmalandi hræsnara. Vitur inaður Ijettir sjer mæðubyrðina ineð von, og beygir drambscini meðlæt- isins með íhugun uin óstöðugleika þess. Af því að mannelska getur aldrei átt sjer stað sem dyggð út af fyrir sig, þá cr hún viss að hafa í för með sjer ótal fleiri mannkosti. Einnar stundar svefn fyrir miðnætti er betri, en tveggja stunda cptir. Að hjálpa vinum sínum, og eyðileggja sjálfan sig fyrir, er hermannlegt; að hugsa um engan nema sjálfan sig, er svívirðilegt. þær stundir sem þú eyðir í leti og iðju- leysi, mega naumast heita nokkur tilvera. Sá einn er rjettilega örlátur, scm útbýtir eptir efnum, og þar sem þörfin er mest. Ágirnd er aumt böl; en að lifa ánægður með nægilegt, er jarðnesk sæla. þar sem blygðun er ekki burt vikin, þar getur dyggð komizt að með tímanum. þær hörmungar, sem þú eigi mátt hjá komast, skaltu bera með hugrckki. Enginn hygginn inaður fellur öðru sinui í þá hrösun, sem hann einu sinni hefur liðið fyrir. Opt hefur lítið tilefni koinið miklu til leiðar, þó Iiægt hafi farið. Góður maður á miklu hægra með að fyr- ii'gefa, en hefna sín. Auður og upphefð eru brothættar stoðir, en sakleysi er áreiðanlegur stólpi. Vendu einhvern á að drekka, og fljótt skaltu gjöra hann fátækan. Eins og farangur er fyrir herlið, cins er auðlegð fyrir dyggð; herinn getur ekki án hans verið, og má ekki skilja liann eptir, en hann hefur af lionum farartálina. Öhóf í klæðaburði sprettur af hinum fyr- irlitlegasta hjegómaskap. Vendu barnið á meðaumkunarsemi, og - inun það verða kærleiksfullt. Hlýddu á með þolinmæði, og svaraðu / með úrlausn; athugaleysi er vottur um fyr- irlitningu, og fyrirlitning verður aldrei fyr- irgefin. Uppgjörð auðmýkt kemur sjer verr en augljóst drainb, eins og hræsni er viðbjóðs- legri en djörfung. Láttu það vera þitt mark og mið í allri keppni að leita sannleikans; það er vesæll sigur að þagga niður mótstöðumann sinn ineð stóryrðum. Virtu sannlcikann hvar helzt sem þú finn- ur hann; livor mundi ekki taka upp gim- stein, þó að hann Iægi í inykjuhaug! það er eins munur á kænsku og vizku, eins og á rökkri og björtum degi. Gakk cigi ofan á auðvirðilegasta kvik- indi, og smjaðra ckki fyrir voldugasta liöfð- ingja; drainb og smjaður er hvorttveggja jafn vesælmannlegt. Framför vor í þekkingu fer optast eptir 'i því, sem vjer þykjumst þurfa hennar með. Hvort sein þú les sjálfur, eða hlustar á / aðra, þá taktu vel eptir. Sjerhver dagur er stutt æfi, og öll vor æfi er ekki annað, en einu dagur upp apt- ur og aptur. Sá sein er gjarn á frjettaburð, hlýtur annaðhvort að vita mikið, eða muna vel; ella verður hann hverjum manni hvumleiður. Talaðu aldrci nema þegar þú hel'ur eitt- hvað til að segja. Eins og óhreinn blettur saurgar hreint fat, eins flekkar óhreint samtal saklausa sál. Einni lýgi veitir ekki af tólf öðrumsjer til stuðnings; og reynist ein ósönn, renna allar hinar. það er með lífið, cins og mcð vínið: sá sem vili hafa gott af því, má ekki ganga of nærri dreggjunum. , Orðstýr þýtur upp eins og bóla, varir líkt og skuggi, og deyr út af í barmi tímans. það tjáir ekki að Iiafa opin augu líkam- ans, ef augu sálarinnar eru aptur lukt.


Sumargjöf 1851 handa Íslendingum

Ár
1851
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sumargjöf 1851 handa Íslendingum
https://baekur.is/bok/69dd0b27-a5b6-4ca0-a601-f58eaad2d6e1

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 12
https://baekur.is/bok/69dd0b27-a5b6-4ca0-a601-f58eaad2d6e1/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.